Erlent

Forsetanum mótmælt

Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda. Arroyo, sem undanfarið hefur verið sökuð um að hafa svindlað í forsetakosningunum í fyrra, minntist ekki beint á þau vandræði en beindi máli sínu almennt að óstöðugleika stjórmálalífsins í landinu. Mótmælin utan við þinghúsið fóru friðsamlega fram en sjálf kom Arroyo til athafnarinnar í þyrlu til að forðast ágang mótmælenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×