Innlent

Íhuga skuldbreytingu

Vatnsveita Hafnarfjarðar og Fráveita Hafnarfjarðar gætu hagnast um 18 milljónir króna árlega ef langtímalán stofnananna yrðu endurfjármögnuð. Að þessari niðurstöðu kemst Áhættunefnd erlendra lána Hafnarfjarðarbæjar og var bókun þessa efnis samþykkt á bæjarráðsfundi í síðustu viku. Lánasjóður sveitarfélaga hefur nú í krafti eiginfjárstyrks síns möguleika á hagstæðari lánum en áður. Langtímalán veitanna eru verðtryggð með 4,5 til 5,7 prósenta vöxtum. Nýju lánin yrðu hins vegar verðtryggð með 3,67 til 4 prósenta vöxtum. Möguleikar á endurfjármögnun eru nú til umsagnar hjá stjórnum veitufyrirtækjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×