Erlent

Vopnuð átök um helgina

Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt. Ríkisstjórnin situr nú við samningaborð með stríðandi fylkingum og reynir að binda endi á blóðsúthellingarnar í héraðinu, en þar hafa að minnsta kosti 180 þúsund látist síðan átök hófust í ársbyrjun 2003. Tvær meginfylkingar í héraðinu berjast gegn stjórnvöldum sem þær segja spillt og eins hafa staðið fyrir þjóðarmorði í héraðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×