Þrjátíu flóttamenn til Reykjavíkur 25. júlí 2005 00:01 Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst. Flóttamannahópurinn samanstendur af 24 Kólumbíumönnum og sjö eru frá Kosovo. Um sjö fjölskyldur er að ræða og hafa nítján flóttamannanna ekki náð átján ára aldri. Einstaklingarnir sem hingað koma hafa þegar verið valdir í framhaldi af utanferð sendinefndar sem þar tók viðtöl við fólkið segir Atli. Allir flóttamennnirnir setjast að í Reykjavík og er þetta í fyrsta skipti í rúm 25 ár sem flóttamenn koma til Reykjavíkur að sögn Drífu Hrannar Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur með höndum að útvega fólkinu íbúðir auk þess að koma börnum fyrir í grunnskólum og leikskólum. "Undirbúningurinn gengur samkvæmt áætlun og við höfum í nógu að snúast," segir Drífa. Tekist hefur að finna húsnæði fyrir flestar fjölskyldnanna en reynt verður að koma þeim fyrir nærri Austurbæjarskóla til þess að börn og ungmenni eigi ekki langt að sækja í skóla. "Í hópnum frá Kólumbíu eru margar einstæðar mæður með mörg börn," segir Drífa. Reykjavíkurdeild Rauða krossins sér um að útvega fólkinu húsgögn og innbú að sögn Atla. Þá verður komið á fót sérstöku stuðningsmannakerfi og leiðbeina þrjár til fjórar stuðningsfjölskyldur hverri flóttamannafjölskyldu að komast inn í íslenskt samfélag. Flóttafólk hefur komið hingað til lands á hverju ári síðan árið 1996 með tveimur undantekningum. Atli segir fólkinu almennt hafa gengið vel að aðlagast samfélaginu og að nær allir hafi fasta atvinnu. Félagsmálaráðuneytið kostar verkefnið en kostnaður við flóttafólkið í ár nemur um 40 milljónum að því er fram kom í viðtali við Árna Gunnarsson, formann flóttamannaráðs, í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst. Flóttamannahópurinn samanstendur af 24 Kólumbíumönnum og sjö eru frá Kosovo. Um sjö fjölskyldur er að ræða og hafa nítján flóttamannanna ekki náð átján ára aldri. Einstaklingarnir sem hingað koma hafa þegar verið valdir í framhaldi af utanferð sendinefndar sem þar tók viðtöl við fólkið segir Atli. Allir flóttamennnirnir setjast að í Reykjavík og er þetta í fyrsta skipti í rúm 25 ár sem flóttamenn koma til Reykjavíkur að sögn Drífu Hrannar Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur með höndum að útvega fólkinu íbúðir auk þess að koma börnum fyrir í grunnskólum og leikskólum. "Undirbúningurinn gengur samkvæmt áætlun og við höfum í nógu að snúast," segir Drífa. Tekist hefur að finna húsnæði fyrir flestar fjölskyldnanna en reynt verður að koma þeim fyrir nærri Austurbæjarskóla til þess að börn og ungmenni eigi ekki langt að sækja í skóla. "Í hópnum frá Kólumbíu eru margar einstæðar mæður með mörg börn," segir Drífa. Reykjavíkurdeild Rauða krossins sér um að útvega fólkinu húsgögn og innbú að sögn Atla. Þá verður komið á fót sérstöku stuðningsmannakerfi og leiðbeina þrjár til fjórar stuðningsfjölskyldur hverri flóttamannafjölskyldu að komast inn í íslenskt samfélag. Flóttafólk hefur komið hingað til lands á hverju ári síðan árið 1996 með tveimur undantekningum. Atli segir fólkinu almennt hafa gengið vel að aðlagast samfélaginu og að nær allir hafi fasta atvinnu. Félagsmálaráðuneytið kostar verkefnið en kostnaður við flóttafólkið í ár nemur um 40 milljónum að því er fram kom í viðtali við Árna Gunnarsson, formann flóttamannaráðs, í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira