Erlent

Lestarstöð í New York rýmd

Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja. Um gabb reyndist vera að ræða og komust samgöngur í eðlilegt horf fljótlega en upplýsingafulltrúi Amtrak-lestarfyrirtækisins vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×