Erlent

Ólétt af syni djöfulsins

Ítalskt par stal 50 þúsund evrum af 47 ára gamalli konu í borginni Palermo á Sikiley eftir að hafa fullvissað hana um að þau væru vampírur sem myndu gera hana ólétta af syni djöfulsins ef hún borgaði þeim ekki. Parið stal peningunum af konunni á fjögurra ára tímabili með því að selja henni pillur á 3000 evrur sem áttu að koma í veg fyrir óléttuna. Lögreglan komst á snoðir um málið þegar fjölskylda konunnar komst að því að hún hafði eytt sparnaðinum í pillurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×