Innlent

22% aukning farþega á Bakka

Ný flugstöð verður vígð á Bakkaflugvelli á morgun. Framkvæmdir hófust í febrúar og var kostnaður áætlaður 37 milljónir króna. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi eldri byggingu frá árinu 1997 sem er aðeins 45 fermetrar. Gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi í rúmlega 30 þúsund í ár en um 15 þúsund farþegar fóru um völlinn árið 1997. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur farþegum sem fara um flugvöllinn fjölgað um 22% miðað við sama tímabil í fyrra og er fjölgun farþega á öðrum flugvöllum að meðaltali 2,5%. Flugfélag Vestmannaeyja heldur uppi reglulegu áætunarflugi á Bakka en auk þess nota einkaflugmenn flugvöllinn töluvert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×