Borgin stuðlar að fækkun gesta 25. júlí 2005 00:01 Þegar mest var um ferðir til Viðeyjar árið 2000 komu þangað yfir 28.000 gestir, og flestir yfir sumarið. Síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt og það sem af er þessu ári hafa um 7500 gestir komið. Meginástæða fækkunarinnar mun vera að Reykjavíkurborg ákvað að hætta að styrkja veitingarekstur í Viðeyjarstofu, en þeir sem til þekkja segja að 70-75 prósent heildargestafjölda í Viðey hafi verið gestir Viðeyjarstofu. "Ég tel það ekki markmið að fjölga gestum í Viðey ef leiðin til þess er að niðurgreiða veitingahúsarekstur," segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og formaður menningarmálaráðs. "Eyjan á að vera aðlaðandi á allt öðrum forsendum. Það er nóg af veitingahúsum í bænum og borgin á ekki að vera að vasast í þeim rekstri." Innan Reykjavíkurborgar varð í raun stefnubreyting um málefni Viðeyjar og var ákveðið að endurskoða rekstur Viðeyjarstofu. Viðey á nú fyrst og fremst að vera útivistar- og ferðamannasvæði. Stefán Jón segir að þar hafi verið lagðir göngustígar og bætt úr merkingum. Einnig stendur borgin fyrir menningarviðburðum í eynni. Ferjan er áfram niðurgreidd og einnig er nú siglt frá Reykjavíkurhöfn til að auðvelda aðgengi að henni. Þá er Höfuðborgarstofa, sem vinnur að markaðssetningu Reykjavíkur sem ferðamannasvæðis, að taka við umsjón Viðeyjar af Árbæjarsafni. Stefán segir að reksturinn hafi verið boðinn út til einkaaðila og að áhugi þeirra á veitingahúsarekstri þar hafi ekki verið mikill. Múlakaffi sér nú um reksturinn og ákvað nýverið að bjóða einungis upp á veitingaþjónustu um helgar. Þess eru dæmi að ferðamenn hafi leitað skjóls í Viðeyjarkirkju í rigningu á virkum dögum þar sem veitingahúsið er lokað. Borgin mun ekki verða með starfsemi í Viðey allan ársins hring, eyjan verður fyrst og fremst opin fólki yfir sumartímann. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þegar mest var um ferðir til Viðeyjar árið 2000 komu þangað yfir 28.000 gestir, og flestir yfir sumarið. Síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt og það sem af er þessu ári hafa um 7500 gestir komið. Meginástæða fækkunarinnar mun vera að Reykjavíkurborg ákvað að hætta að styrkja veitingarekstur í Viðeyjarstofu, en þeir sem til þekkja segja að 70-75 prósent heildargestafjölda í Viðey hafi verið gestir Viðeyjarstofu. "Ég tel það ekki markmið að fjölga gestum í Viðey ef leiðin til þess er að niðurgreiða veitingahúsarekstur," segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og formaður menningarmálaráðs. "Eyjan á að vera aðlaðandi á allt öðrum forsendum. Það er nóg af veitingahúsum í bænum og borgin á ekki að vera að vasast í þeim rekstri." Innan Reykjavíkurborgar varð í raun stefnubreyting um málefni Viðeyjar og var ákveðið að endurskoða rekstur Viðeyjarstofu. Viðey á nú fyrst og fremst að vera útivistar- og ferðamannasvæði. Stefán Jón segir að þar hafi verið lagðir göngustígar og bætt úr merkingum. Einnig stendur borgin fyrir menningarviðburðum í eynni. Ferjan er áfram niðurgreidd og einnig er nú siglt frá Reykjavíkurhöfn til að auðvelda aðgengi að henni. Þá er Höfuðborgarstofa, sem vinnur að markaðssetningu Reykjavíkur sem ferðamannasvæðis, að taka við umsjón Viðeyjar af Árbæjarsafni. Stefán segir að reksturinn hafi verið boðinn út til einkaaðila og að áhugi þeirra á veitingahúsarekstri þar hafi ekki verið mikill. Múlakaffi sér nú um reksturinn og ákvað nýverið að bjóða einungis upp á veitingaþjónustu um helgar. Þess eru dæmi að ferðamenn hafi leitað skjóls í Viðeyjarkirkju í rigningu á virkum dögum þar sem veitingahúsið er lokað. Borgin mun ekki verða með starfsemi í Viðey allan ársins hring, eyjan verður fyrst og fremst opin fólki yfir sumartímann.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira