Innlent

15,7% fjölgun farþega í júní

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 15,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting var svo til óbreytt milli ára, fór úr 82,9% í 82,3%. Frá áramótum nemur fjölgun farþega frá fyrra ári 12,7%. Sætaframboð verður aukið um 20% yfir sumartímann og stjórnendur stefna á að farþegum fjölgi um 12-14% á öllu árinu. Það sem af er ári er árangurinn því góður. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um 7,7% í júní og fjölgun frá áramótum miðað við síðasta ár nemur 6%. Vaxtarbroddar FL á síðustu misserum, leiguflugið og fraktflugið fóru rólega af stað á fyrri helmingi ársins. Flutt tonn í fraktflugi standa svo til í stað frá áramótum og varð 3,2% samdráttur í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Leiguflugið er að lifna við og jukust fartímar leiguflugs um 56% í júní og 17% aukning er á fyrstu sex mánuðum ársins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×