Innlent

Ræða við lögreglu

Hópur óánægðra vörubifreiðastjóra ætlar að hittast við Hús verslunarinnar annað kvöld að sögn Sturlu Jónssonar, eins bílstjóranna. Þar ætla þeir að ræða fyrirhuguð mótmæli vegna hækkunar olíuverðs sem felast í að loka aðalumferðaræðum út úr Reykjavík skömmu fyrir helgina. Lögreglan í Reykjavík hefur rætt við vörubifreiðastjórana að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. Ekki fæst uppgefið að svo stöddu hvað lögregla hyggst fyrir ef af mótmælunum verður. Formaður Félags vörubifreiðastjóra kvaðst ekkert af mótmælunum vita þegar haft var samband við hann í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×