Erlent

Discovery skotið á loft á morgun

NASA hefur ákveðið að Discovery verði skotið á loft á morgun en förin verður sú fyrsta í tvö og hálft ár eða frá því Columbia fórst þegar hún undirbjó lendingu á jörðinni eftir tveggja vikna för úti í geimnum árið 2003. För Discovery er heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni og mun ferðin taka tólf daga. Ef vandamál koma upp og hætt verður við för nú mun henni verða frestað til september en stjórnendur NASA segja að ekkert muni fara úrskeiðir og að geimflaugin verði send af stað á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×