Vörubílstjórar taka ekki þátt 25. júlí 2005 00:01 Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælum gegn breytingum á þungaskattinum sem áformuð eru fyrir verslunarmannahelgina. Formaður sambandsins segir þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila. Atvinnubílstjórar ætla að mótmæla breytingum á þungaskattinum með því að valda umferðaröngþveiti á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í nokkrar klukkustundir næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Þeir gefa ekki upp nákvæmari tímasetningu en þetta til að koma í veg fyrir að ferðalangar hagi ferðum sínum eftir henni. Þeir hafa einnig hótað að loka Reykjanesbrautinni og trufla þannig millilandaflug en með þessu krefjast þeir þess að verð á dísilolíu verði lækkað og þungaskatturinn afnuminn. Sturla Jónsson atvinnubílstjóri er meðal forsprakka mótmælanna og segir fyrirhugaðar aðgerðir hafa hlotið miklar undirtektir meðal atvinnubílstjóra. Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælunum og segir formaður þess, Jón M. Pálsson, þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila. Hann segir mjög breytilegt hvernig bílar komi almennt út úr breytingunni, meðal annars vegna breytilegrar eyðslu bílanna. Til að einfalda málið líkir hann mismunandi vörubílum við jeppa sem eyðir 20 lítrum á hundraði og Yaris sem eyðir fimm lítrum á hundraði en þannig geta vörubílarnir verið mismunandi, bæði eftir tegundum og þeirri vinnu sem þeir sinna. Þeir bílar sem keyra minnst, t.d. kranabílar sem eru mikið kyrrstæðir eða í staðbundinni vinnu, koma verst út úr breytingunni. Olíuverðshækkunin sem hefur orðið á síðasta eina og hálfa árinu frá því lögin voru sett, ásamt breytingunni sjálfri 1. júlí, vinna saman að óánægju vörubifreiðastjóra. Misjafnt er hversu mikil áhrif breytingin hefur á vörubifreiðastjóra; það fer meðal annars eftir bílategundum en hækkunin á gjöldum þeirra getur orðið allt upp í 18%. Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælum gegn breytingum á þungaskattinum sem áformuð eru fyrir verslunarmannahelgina. Formaður sambandsins segir þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila. Atvinnubílstjórar ætla að mótmæla breytingum á þungaskattinum með því að valda umferðaröngþveiti á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í nokkrar klukkustundir næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Þeir gefa ekki upp nákvæmari tímasetningu en þetta til að koma í veg fyrir að ferðalangar hagi ferðum sínum eftir henni. Þeir hafa einnig hótað að loka Reykjanesbrautinni og trufla þannig millilandaflug en með þessu krefjast þeir þess að verð á dísilolíu verði lækkað og þungaskatturinn afnuminn. Sturla Jónsson atvinnubílstjóri er meðal forsprakka mótmælanna og segir fyrirhugaðar aðgerðir hafa hlotið miklar undirtektir meðal atvinnubílstjóra. Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælunum og segir formaður þess, Jón M. Pálsson, þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila. Hann segir mjög breytilegt hvernig bílar komi almennt út úr breytingunni, meðal annars vegna breytilegrar eyðslu bílanna. Til að einfalda málið líkir hann mismunandi vörubílum við jeppa sem eyðir 20 lítrum á hundraði og Yaris sem eyðir fimm lítrum á hundraði en þannig geta vörubílarnir verið mismunandi, bæði eftir tegundum og þeirri vinnu sem þeir sinna. Þeir bílar sem keyra minnst, t.d. kranabílar sem eru mikið kyrrstæðir eða í staðbundinni vinnu, koma verst út úr breytingunni. Olíuverðshækkunin sem hefur orðið á síðasta eina og hálfa árinu frá því lögin voru sett, ásamt breytingunni sjálfri 1. júlí, vinna saman að óánægju vörubifreiðastjóra. Misjafnt er hversu mikil áhrif breytingin hefur á vörubifreiðastjóra; það fer meðal annars eftir bílategundum en hækkunin á gjöldum þeirra getur orðið allt upp í 18%.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira