Fleiri fréttir Hæð Hvannadalshnjúks mæld í dag Í dag munu rannsóknarmenn á vegum Landmælinga Íslands fljúga með mælitæki upp á Hvannadalshnúk í þeim tilgangi að mæla nákæmlega hæð hans en síðast var hæðin mæld fyrir rúmlega hundrað árum. 25.7.2005 00:01 Sjatnar í Jöklu Vatnsborð Jöklu hefur sjatnað til muna eftir að vatnsmagn hennar náði hámarki í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að það flæddi yfir brúnna við Kárahnjúkastíflu í annað sinn á einu ári. 25.7.2005 00:01 Áheitaróður á hættuslóðum Kjartan Jakob Hauksson sem rær nú umhverfis landið lenti í óhappi á erfiðasta kafla ferðarinnar þegar fótstig brotnaði skammt frá Hornafirði og því afréð hann að leita í land í Skinneyjarhöfða því ekki væri á það hættandi að fara þessa leið á varafótsigi sem aðeins er ætlað í neyðartilfellum. 25.7.2005 00:01 Drógu kæru til baka Verkalýðsfélag Akraness, sem kært hafði fyrirtækið Sputnikbátar fyrir að hafa fimm pólska verkamenn í vinnu án tilskilinna leyfa, hefur dregið kæruna til baka. 25.7.2005 00:01 Ys og þys vegna breytinga "Ég var nýbúin að læra á það hvaða vagna ég ætti að taka og svo fór ég í vikufrí og þá er allt breytt og ég þarf að læra allt upp á nýtt," sagði Inga Berghäuser sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún beið eftir sínum vagni á Hlemmi í gær. 25.7.2005 00:01 Lax úr Breiðdalsá talinn eldislax Flest bendir til þess að eldislax hafi veiðst á stöng í Breiðdalsá síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða nærri 14 punda hrygnu sem veiddist í svonefndum Mið Eyjakrók og hafa hreistursýni úr laxinum verið send Veiðimálastofnun. 25.7.2005 00:01 Ögurstund rennur senn upp Klukkan tifar og senn líður að því að Davíð Oddsson utanríkisráðherra taki stefnumarkandi ákvörðun um það hvort Ísland standi við fyrri áform sín um að sækja um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hefji kosningabaráttu í því skyni. 25.7.2005 00:01 Kveikt í íbúðarhúsi á Egilsstöðum Lögregla telur víst að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði við íbúðarhús við Bláskóga á Egilsstöðum í gær. Mildi þykir að eldsins varð vart áður en hann læsti sig í húsið sjálft. 25.7.2005 00:01 Flóðið hefur náð hámarki sínu Flóðið í Jöklu við Kárahnjúka hefur náð hámarki sínu og er rennsli í ánni farið að minnka. Mest náði það um það bil hundrað og áttatíuföldu meðalrennsli Elliðaánna en eftir flóðið í fyrra var ekki búist við öðru flóði í Jöklu fyrr en eftir tíu til tuttugu ár. 25.7.2005 00:01 Kennsl borin á tvo tilræðismenn Vitað er hverjir tveir hryðjuverkamannanna eru sem gerðu tilraun til árásar í London í síðustu viku. Lundúnalögreglan handtók í dag tvo menn en tilræðismannanna er leitað og óttast að þeir leggi á ráðin um fleiri tilræði. 25.7.2005 00:01 Vill rétta yfir Saddam í Svíþjóð Giovanni di Stefano, einn verjenda Saddams Husseins, hefur farið þess á leit við írösku ríkisstjórnina að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi verði færð til Svíþjóðar. Þetta segir di Stefano nauðsynlegt vegna þess að ástandið í Írak sé of hættulegt til að hægt sé að rétta yfir honum þar. 25.7.2005 00:01 ESA aðhefst ekki vegna Norðuráls Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar eftir að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum hennar um breytingar á ríkisstuðningi við starfsemi Norðuráls á Grundartanga. 25.7.2005 00:01 Íbúðaverð hækkar mikið á Akureyri Skortur er á íbúðarhúsnæði til sölu á Akureyri og dæmi um að verð góðra eigna hafi hækkað um 50 prósent á einu ári. Fasteignaheildsalar horfa í auknum mæli á markaðinn fyrir norðan. 25.7.2005 00:01 Danir og Kanadamenn deila um smáey Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. 25.7.2005 00:01 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25.7.2005 00:01 Samið um 40 ljósleiðaratengingar Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. 25.7.2005 00:01 Þoka hamlaði flugi Neyðarástand skapaðist á tímabili á Keflavíkurflugvelli vegna þoku í gærkvöld, og lenda varð tveimur Boeing 757 vélum á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan ellefu. 24.7.2005 00:01 Fólskuleg árás í Hafnarstræti Fjórir til fimm réðust fólskulega á mann sem var á gangi í Hafnarstræti í nótt. Maðurinn var fluttur á slysadeild með talsverða áverka, brotnuðu meðal annars í honum tennurnar. Þegar lögreglan kom honum til hjálpar voru árásarmennirnir á bak og burt. 24.7.2005 00:01 Ferðamenn fluttir heim Fjöldamorðin í Sharm el-Sheikh, í gær hafa vakið ótta meðan ferðamanna og margir þeirra vilja komast strax aftur til síns heima. Ferðaskrifstofur hafa brugðist við með því að senda auka flugvélar til hafnarborgarinnar, til þess að flytja farþega sína heim. 24.7.2005 00:01 Lögreglan heldur vinnureglum Breska lögreglan hefur harmað að saklaus maður skyldi skotinn til bana, í Lundúnum, síðastliðinn föstudag. Lögreglustjóri höfuðborgarinnar segir að lögreglan muni samt halda áfram að skjóta til þess að drepa, ef þörf krefji. 24.7.2005 00:01 Dularfull flensa í Kína Níu hafa látist af völdum dularfullrar flensu á skömmum tíma í Sichuanhéraði í suðvesturhluta Kína. Af ótta við ókunnan faraldur hafa yfirvöld látið hefja rannsókn eftir því sem fréttaveitan Nýa Kína greinir frá. 24.7.2005 00:01 Kínverjar opna fyrir Tævani Kínverjar hafa einfaldað reglur sínar um ferðamenn frá Tævan, til þess að auka efnahagsleg tengsl sín við eyjuna. 24.7.2005 00:01 Átök á Gaza svæðinu Palestínumenn drápu tvo Ísraela nálægt landamærum Gaza svæðisins í dag. Það gerðist rétt í þann mund sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Ísrael. Hún kom til Miðausturlanda til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem stefnir friðarferlinu í hættu. 24.7.2005 00:01 Ályktun á að hvetja til uppgjörs Framsóknarflokkurinn sér ástæðu til að senda þau skilaboð til borgarbúa og samstarfsflokka í R-listanum að hann, ekki síður en Samfylkingin, hafi þor og getu til að til að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. 24.7.2005 00:01 Gleðipillur skemma tennur Þunglyndislyf geta aukið hættuna á tannskemmdum. Í Danmörku eru dæmi um að fólk, sem tekur slík lyf, hafi fengið tíu holur í tennurnar á einu ári. 24.7.2005 00:01 Sjö ökuníðingar í Hafnarfirði Sjö voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði. Einn þeirra sem tekinn var er sautján ára og nýkominn með bílpróf. Hann ók á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetra hraði; hann var á tvöföldum hámarkshraða. 24.7.2005 00:01 Maður brenndist á skemmtistað Kertalogi læsti sig í yfirhöfn manns á skemmtistað í miðborginni í nótt. Maðurinn fékk brunasár á baki en eldurinn logaði smástund áður en tókst að kæfa hann. Brunasárið er ekki talið alvarlegt og kom maðurinn sér sjálfur á slysadeild. 24.7.2005 00:01 Jökla enn í vexti Jökla hefur ekki enn sett brúna við Kárahnjúka á kaf. Vatnið náði þó upp undir brúargólf í gærkvöldi eins og kvöldið þar á undan og þurfti að loka brúnni frá klukkan hálf sjö til klukkan til miðnættis. Búist er við að það flæði yfir brúna á næstu dögum. 24.7.2005 00:01 Tilræðismaður slasast í Kaíró Lítil sprengja sprakk í suðvestuhluta Kaíró í dag. Ekki slösuðust aðrir en maðurinn sem bar sprengjuna og litlar skemmdir urðu á byggingum. Sprengjan var frumstæð naglasprengja og sprakk í anddyri hús sprengjumannsins þegar hann var á leið inn til sín. 24.7.2005 00:01 Öflug sprenging í Bagdad Sjálfsmorðsárás var gerð á lögreglustöð í Baghdad í dag. Árásarmaðurinn keyrði vörubíl hlöðnum sprengiefni á lögreglustöðina og talið er að a.m.k. 22 hafi látist og 30 særst. Sprengjan var gríðarlega öflug og ummerki hennar sýnileg á stóru svæði, stór sprengigígur og einnig skemmdust hús og bílar. 24.7.2005 00:01 Jarðskjálfti í Indlandshafi Gríðarlega öflugur jarðskjálfti, 7,2 á Richter, varð í dag við Níkóbar eyjar í Indlandshafi rétt austan við Taíland. Í Níkóbar eyjaklasanum eru um það bil fimm hundruð smáeyjar. Indversk stjórnvöld hafa staðfest að 3000 mann hafi látist þar í hamförunum á annan dag jóla 2004. Aðvörun hefur borist um að við upptök skjálftans gæti orðið vart flóðbylgju og fólk beðið um að vera í viðbragðsstöðu. 24.7.2005 00:01 Kínverjar rýmka ferðaleyfi Fyrsti hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri hópferð kom til Bretlands í dag. Búist er við að margir þeirra verði horfnir, þegar að heimferðinni kemur. Fyrr á þessu ári bættu kínversk stjórnvöld Bretlandi við þau lönd kínverjar mega heimsækja, sem ferðamenn. 24.7.2005 00:01 Framsóknarmenn þora og geta Samþykkt var á fjölmennum aðalfundi félags Framsóknarmanna í Reykjavíkukjördæmi norður að hvetja forystu flokksins til að bjóða fram undir merkjum Framsóknarflokksins, náist ekki samkomulag um framboð R-listaflokkanna. 24.7.2005 00:01 Íbúar ósáttir við drasl í Kópavogi Bílhræ og járnadrasl vestast í Kópavogi er ekki til prýði. Íbúum finnst að þessu megnasta sjónmengun - en til stendur að gera endurbætur á iðnaðarhverfinu. Íbúar vestast í Kópavogi eru ekki allir sáttir við umhverfi sitt vegna drasls sem er þar víða. 24.7.2005 00:01 Grilluðu naut í heilu lagi Um 4.000 manns eru saman komnir á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni og hafa skátar reist lítið þorp á staðnum í tilefni mótsins, sem haldið er þriðja hvert ár. 24.7.2005 00:01 Lítið um afpantanir til London Eftirspurn eftir flugi til London hefur minnkað sáralítið og nánast ekkert hefur verið um að fólk afpanti ferðir sínar þangað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 24.7.2005 00:01 Ferðamenn yfirgefa Egyptaland Myndbandsupptaka hefur borist af annarri bílsprengjunni í Egyptalandi. Evrópskir ferðamenn streyma frá Sharm el-Sheikh, þúsundum saman. 24.7.2005 00:01 Flestir spyrja um Eyjar Ferðamannastraumurinn virðist að miklu leyti liggja á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina, samkvæmt fyrirspurnum sem afgreiðslufólk BSÍ fær þessa dagana. 24.7.2005 00:01 Engar reglur um ferðamenn í neyð Þrátt fyrir miklar náttúruhamfarir og hryðjuverk á vinsælum ferðamannastöðum að undanförnu hafa íslensk stjórnvöld ekki gert neina aðgerðaáætlun um hvort eða hvernig staðið skuli að fólksflutningum við slíkar aðstæður. Ferðaskrifstofum er í sjálfsvald sett hvort þær bregðast við ef hryðjuverk verða á þeim slóðum sem Íslendingar dvelja. 24.7.2005 00:01 Fjögurra til fimm leitað Fjögurra til fimm manna er leitað eftir fólskulega líkamsárás í Hafnarstræti í fyrrinótt. Árásin var að sögn lögreglu tilefnislaus en árásarmennirnir þekktu ekki manninn sem ráðist var á. 24.7.2005 00:01 Höfðu afskipti af hópi mótmælenda Lögreglumenn á Kárahnjúkum höfðu afskipti af hópi mótmælenda við Kárahnjúka í fyrrakvöld er mótmælendurnir gerðu sig líklega til þess að fara inn á vinnusvæði virkjunarinnar. 24.7.2005 00:01 Áform litin alvarlegum augum Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hvernig brugðist verður við áformum atvinnubílstjóra um að loka gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um verslunarmannahelgina, að sögn Arinbjarnar Snorrasonar hjá lögreglunni í Reykjavík. 24.7.2005 00:01 Fyrsta áfanga að ljúka Fyrsta áfanga strandgöngu Jóns Eggerts Guðmundssonar til styrktar Krabbameinsfélaginu lýkur á Egilsstöðum á morgun. Jón Eggert hefur þá gengið rúmlega níu hundruð kílómetra leið frá Hafnarfirði um Suðurnes, Suðurland og Austfirði. 24.7.2005 00:01 Brúargólfið í kaf Flætt hafði upp að burðarbitum árinnar yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka um kvöldmatarleyti í gær og búist var við að yfir brúargólfið flæddi með kvöldinu, að sögn Haralds B. Alfreðssonar hjá framkvæmdaeftirliti Landsvirkjunar. 24.7.2005 00:01 Borgarstjóri bjartsýnn á R-lista "Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. 24.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hæð Hvannadalshnjúks mæld í dag Í dag munu rannsóknarmenn á vegum Landmælinga Íslands fljúga með mælitæki upp á Hvannadalshnúk í þeim tilgangi að mæla nákæmlega hæð hans en síðast var hæðin mæld fyrir rúmlega hundrað árum. 25.7.2005 00:01
Sjatnar í Jöklu Vatnsborð Jöklu hefur sjatnað til muna eftir að vatnsmagn hennar náði hámarki í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að það flæddi yfir brúnna við Kárahnjúkastíflu í annað sinn á einu ári. 25.7.2005 00:01
Áheitaróður á hættuslóðum Kjartan Jakob Hauksson sem rær nú umhverfis landið lenti í óhappi á erfiðasta kafla ferðarinnar þegar fótstig brotnaði skammt frá Hornafirði og því afréð hann að leita í land í Skinneyjarhöfða því ekki væri á það hættandi að fara þessa leið á varafótsigi sem aðeins er ætlað í neyðartilfellum. 25.7.2005 00:01
Drógu kæru til baka Verkalýðsfélag Akraness, sem kært hafði fyrirtækið Sputnikbátar fyrir að hafa fimm pólska verkamenn í vinnu án tilskilinna leyfa, hefur dregið kæruna til baka. 25.7.2005 00:01
Ys og þys vegna breytinga "Ég var nýbúin að læra á það hvaða vagna ég ætti að taka og svo fór ég í vikufrí og þá er allt breytt og ég þarf að læra allt upp á nýtt," sagði Inga Berghäuser sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún beið eftir sínum vagni á Hlemmi í gær. 25.7.2005 00:01
Lax úr Breiðdalsá talinn eldislax Flest bendir til þess að eldislax hafi veiðst á stöng í Breiðdalsá síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða nærri 14 punda hrygnu sem veiddist í svonefndum Mið Eyjakrók og hafa hreistursýni úr laxinum verið send Veiðimálastofnun. 25.7.2005 00:01
Ögurstund rennur senn upp Klukkan tifar og senn líður að því að Davíð Oddsson utanríkisráðherra taki stefnumarkandi ákvörðun um það hvort Ísland standi við fyrri áform sín um að sækja um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hefji kosningabaráttu í því skyni. 25.7.2005 00:01
Kveikt í íbúðarhúsi á Egilsstöðum Lögregla telur víst að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði við íbúðarhús við Bláskóga á Egilsstöðum í gær. Mildi þykir að eldsins varð vart áður en hann læsti sig í húsið sjálft. 25.7.2005 00:01
Flóðið hefur náð hámarki sínu Flóðið í Jöklu við Kárahnjúka hefur náð hámarki sínu og er rennsli í ánni farið að minnka. Mest náði það um það bil hundrað og áttatíuföldu meðalrennsli Elliðaánna en eftir flóðið í fyrra var ekki búist við öðru flóði í Jöklu fyrr en eftir tíu til tuttugu ár. 25.7.2005 00:01
Kennsl borin á tvo tilræðismenn Vitað er hverjir tveir hryðjuverkamannanna eru sem gerðu tilraun til árásar í London í síðustu viku. Lundúnalögreglan handtók í dag tvo menn en tilræðismannanna er leitað og óttast að þeir leggi á ráðin um fleiri tilræði. 25.7.2005 00:01
Vill rétta yfir Saddam í Svíþjóð Giovanni di Stefano, einn verjenda Saddams Husseins, hefur farið þess á leit við írösku ríkisstjórnina að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi verði færð til Svíþjóðar. Þetta segir di Stefano nauðsynlegt vegna þess að ástandið í Írak sé of hættulegt til að hægt sé að rétta yfir honum þar. 25.7.2005 00:01
ESA aðhefst ekki vegna Norðuráls Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar eftir að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum hennar um breytingar á ríkisstuðningi við starfsemi Norðuráls á Grundartanga. 25.7.2005 00:01
Íbúðaverð hækkar mikið á Akureyri Skortur er á íbúðarhúsnæði til sölu á Akureyri og dæmi um að verð góðra eigna hafi hækkað um 50 prósent á einu ári. Fasteignaheildsalar horfa í auknum mæli á markaðinn fyrir norðan. 25.7.2005 00:01
Danir og Kanadamenn deila um smáey Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. 25.7.2005 00:01
Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25.7.2005 00:01
Samið um 40 ljósleiðaratengingar Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. 25.7.2005 00:01
Þoka hamlaði flugi Neyðarástand skapaðist á tímabili á Keflavíkurflugvelli vegna þoku í gærkvöld, og lenda varð tveimur Boeing 757 vélum á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan ellefu. 24.7.2005 00:01
Fólskuleg árás í Hafnarstræti Fjórir til fimm réðust fólskulega á mann sem var á gangi í Hafnarstræti í nótt. Maðurinn var fluttur á slysadeild með talsverða áverka, brotnuðu meðal annars í honum tennurnar. Þegar lögreglan kom honum til hjálpar voru árásarmennirnir á bak og burt. 24.7.2005 00:01
Ferðamenn fluttir heim Fjöldamorðin í Sharm el-Sheikh, í gær hafa vakið ótta meðan ferðamanna og margir þeirra vilja komast strax aftur til síns heima. Ferðaskrifstofur hafa brugðist við með því að senda auka flugvélar til hafnarborgarinnar, til þess að flytja farþega sína heim. 24.7.2005 00:01
Lögreglan heldur vinnureglum Breska lögreglan hefur harmað að saklaus maður skyldi skotinn til bana, í Lundúnum, síðastliðinn föstudag. Lögreglustjóri höfuðborgarinnar segir að lögreglan muni samt halda áfram að skjóta til þess að drepa, ef þörf krefji. 24.7.2005 00:01
Dularfull flensa í Kína Níu hafa látist af völdum dularfullrar flensu á skömmum tíma í Sichuanhéraði í suðvesturhluta Kína. Af ótta við ókunnan faraldur hafa yfirvöld látið hefja rannsókn eftir því sem fréttaveitan Nýa Kína greinir frá. 24.7.2005 00:01
Kínverjar opna fyrir Tævani Kínverjar hafa einfaldað reglur sínar um ferðamenn frá Tævan, til þess að auka efnahagsleg tengsl sín við eyjuna. 24.7.2005 00:01
Átök á Gaza svæðinu Palestínumenn drápu tvo Ísraela nálægt landamærum Gaza svæðisins í dag. Það gerðist rétt í þann mund sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Ísrael. Hún kom til Miðausturlanda til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem stefnir friðarferlinu í hættu. 24.7.2005 00:01
Ályktun á að hvetja til uppgjörs Framsóknarflokkurinn sér ástæðu til að senda þau skilaboð til borgarbúa og samstarfsflokka í R-listanum að hann, ekki síður en Samfylkingin, hafi þor og getu til að til að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. 24.7.2005 00:01
Gleðipillur skemma tennur Þunglyndislyf geta aukið hættuna á tannskemmdum. Í Danmörku eru dæmi um að fólk, sem tekur slík lyf, hafi fengið tíu holur í tennurnar á einu ári. 24.7.2005 00:01
Sjö ökuníðingar í Hafnarfirði Sjö voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði. Einn þeirra sem tekinn var er sautján ára og nýkominn með bílpróf. Hann ók á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetra hraði; hann var á tvöföldum hámarkshraða. 24.7.2005 00:01
Maður brenndist á skemmtistað Kertalogi læsti sig í yfirhöfn manns á skemmtistað í miðborginni í nótt. Maðurinn fékk brunasár á baki en eldurinn logaði smástund áður en tókst að kæfa hann. Brunasárið er ekki talið alvarlegt og kom maðurinn sér sjálfur á slysadeild. 24.7.2005 00:01
Jökla enn í vexti Jökla hefur ekki enn sett brúna við Kárahnjúka á kaf. Vatnið náði þó upp undir brúargólf í gærkvöldi eins og kvöldið þar á undan og þurfti að loka brúnni frá klukkan hálf sjö til klukkan til miðnættis. Búist er við að það flæði yfir brúna á næstu dögum. 24.7.2005 00:01
Tilræðismaður slasast í Kaíró Lítil sprengja sprakk í suðvestuhluta Kaíró í dag. Ekki slösuðust aðrir en maðurinn sem bar sprengjuna og litlar skemmdir urðu á byggingum. Sprengjan var frumstæð naglasprengja og sprakk í anddyri hús sprengjumannsins þegar hann var á leið inn til sín. 24.7.2005 00:01
Öflug sprenging í Bagdad Sjálfsmorðsárás var gerð á lögreglustöð í Baghdad í dag. Árásarmaðurinn keyrði vörubíl hlöðnum sprengiefni á lögreglustöðina og talið er að a.m.k. 22 hafi látist og 30 særst. Sprengjan var gríðarlega öflug og ummerki hennar sýnileg á stóru svæði, stór sprengigígur og einnig skemmdust hús og bílar. 24.7.2005 00:01
Jarðskjálfti í Indlandshafi Gríðarlega öflugur jarðskjálfti, 7,2 á Richter, varð í dag við Níkóbar eyjar í Indlandshafi rétt austan við Taíland. Í Níkóbar eyjaklasanum eru um það bil fimm hundruð smáeyjar. Indversk stjórnvöld hafa staðfest að 3000 mann hafi látist þar í hamförunum á annan dag jóla 2004. Aðvörun hefur borist um að við upptök skjálftans gæti orðið vart flóðbylgju og fólk beðið um að vera í viðbragðsstöðu. 24.7.2005 00:01
Kínverjar rýmka ferðaleyfi Fyrsti hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri hópferð kom til Bretlands í dag. Búist er við að margir þeirra verði horfnir, þegar að heimferðinni kemur. Fyrr á þessu ári bættu kínversk stjórnvöld Bretlandi við þau lönd kínverjar mega heimsækja, sem ferðamenn. 24.7.2005 00:01
Framsóknarmenn þora og geta Samþykkt var á fjölmennum aðalfundi félags Framsóknarmanna í Reykjavíkukjördæmi norður að hvetja forystu flokksins til að bjóða fram undir merkjum Framsóknarflokksins, náist ekki samkomulag um framboð R-listaflokkanna. 24.7.2005 00:01
Íbúar ósáttir við drasl í Kópavogi Bílhræ og járnadrasl vestast í Kópavogi er ekki til prýði. Íbúum finnst að þessu megnasta sjónmengun - en til stendur að gera endurbætur á iðnaðarhverfinu. Íbúar vestast í Kópavogi eru ekki allir sáttir við umhverfi sitt vegna drasls sem er þar víða. 24.7.2005 00:01
Grilluðu naut í heilu lagi Um 4.000 manns eru saman komnir á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni og hafa skátar reist lítið þorp á staðnum í tilefni mótsins, sem haldið er þriðja hvert ár. 24.7.2005 00:01
Lítið um afpantanir til London Eftirspurn eftir flugi til London hefur minnkað sáralítið og nánast ekkert hefur verið um að fólk afpanti ferðir sínar þangað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 24.7.2005 00:01
Ferðamenn yfirgefa Egyptaland Myndbandsupptaka hefur borist af annarri bílsprengjunni í Egyptalandi. Evrópskir ferðamenn streyma frá Sharm el-Sheikh, þúsundum saman. 24.7.2005 00:01
Flestir spyrja um Eyjar Ferðamannastraumurinn virðist að miklu leyti liggja á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina, samkvæmt fyrirspurnum sem afgreiðslufólk BSÍ fær þessa dagana. 24.7.2005 00:01
Engar reglur um ferðamenn í neyð Þrátt fyrir miklar náttúruhamfarir og hryðjuverk á vinsælum ferðamannastöðum að undanförnu hafa íslensk stjórnvöld ekki gert neina aðgerðaáætlun um hvort eða hvernig staðið skuli að fólksflutningum við slíkar aðstæður. Ferðaskrifstofum er í sjálfsvald sett hvort þær bregðast við ef hryðjuverk verða á þeim slóðum sem Íslendingar dvelja. 24.7.2005 00:01
Fjögurra til fimm leitað Fjögurra til fimm manna er leitað eftir fólskulega líkamsárás í Hafnarstræti í fyrrinótt. Árásin var að sögn lögreglu tilefnislaus en árásarmennirnir þekktu ekki manninn sem ráðist var á. 24.7.2005 00:01
Höfðu afskipti af hópi mótmælenda Lögreglumenn á Kárahnjúkum höfðu afskipti af hópi mótmælenda við Kárahnjúka í fyrrakvöld er mótmælendurnir gerðu sig líklega til þess að fara inn á vinnusvæði virkjunarinnar. 24.7.2005 00:01
Áform litin alvarlegum augum Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hvernig brugðist verður við áformum atvinnubílstjóra um að loka gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um verslunarmannahelgina, að sögn Arinbjarnar Snorrasonar hjá lögreglunni í Reykjavík. 24.7.2005 00:01
Fyrsta áfanga að ljúka Fyrsta áfanga strandgöngu Jóns Eggerts Guðmundssonar til styrktar Krabbameinsfélaginu lýkur á Egilsstöðum á morgun. Jón Eggert hefur þá gengið rúmlega níu hundruð kílómetra leið frá Hafnarfirði um Suðurnes, Suðurland og Austfirði. 24.7.2005 00:01
Brúargólfið í kaf Flætt hafði upp að burðarbitum árinnar yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka um kvöldmatarleyti í gær og búist var við að yfir brúargólfið flæddi með kvöldinu, að sögn Haralds B. Alfreðssonar hjá framkvæmdaeftirliti Landsvirkjunar. 24.7.2005 00:01
Borgarstjóri bjartsýnn á R-lista "Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. 24.7.2005 00:01