Innlent

Verkamenn til leigu

Nokkur mál erlendra verkamanna hér á landi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og atvinnuveitendur þá verið sakaðir um að borga þeim ómannsæmandi laun og veita óviðunandi aðbúnað. Í flestum tilfellum hafa starfsmennirinir verið á svokölluðum þjónustusamningum. Hvernig virkar þjónustusamningur? Samninginn gerir starfsmannaleiga í viðkomandi landi. Verkamaðurinn starfar fyrir leiguna en hún leigir hann til fyrirtækja sem þurfa á störfum hans að halda. Hann er þó áfram starfsmaður leigunar en ekki fyrirtækisins sem nýtir sér störf hans. Fyrirtækið greiðir svo starfsmannaleigunni eina upphæð fyrir verkamanninn en ber að öðru leyti ekki ábyrgð á launakjörum hans. Fyrirtækið veitir þó yfirleitt fæði og húsnæði. Eru þjónustusamningar löglegir? Talsmenn Verkalýðshreyfingarinnar hafa flestir talið að þjónustusamningurinn sé í raun ekki ólöglegur svo lengi sem verkamaðurinn fái þau laun sem kjarasamningar hér á landi eiga að tryggja honum. Aðrir benda á að þjónustusamningur byggir á ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu og verkamenn geti aldrei fallið undir þann flokk. Héraðsdómur Austurlands sýknaði í maí síðastliðnum vinnuveitanda og lettneska verkamenn sem kærðir hefðu verið en þeir voru á slíkum þjónustusamningi. Deilt er um fordæmisgildi þess dóms. Hvaðan eru þessar starfsmannaleigur? Víða eru til starfsmannaleigur en í þeim tilfellum sem umdeild hafa verið hér á landi eru verkamennirnir yfirleitt frá pólskum eða lettneskum leigum.   Nokkur mál erlendra verkamanna hér á landi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og atvinnuveitendur þá verið sakaðir um að borga þeim ómannsæmandi laun og veita óviðunandi aðbúnað. Í flestum tilfellum hafa starfsmennirinir verið á svokölluðum þjónustusamningum.@Endir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×