Erlent

Leita fimm Pakistana

Lögregla í Egyptalandi leitar nú fimm Pakistana sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Sharm el-Sheik um helgina. Öryggisfulltrúum á Sínaískagasvæðinu var mörgum hverjum sagt upp í kjölfar árásanna og þeir sagðir hafa sofið á verðinum. Lögreglumenn á varðstöðum víða í borginni hafa í gær og í dag dreift myndum af hinum grunuðu í von um vísbendingar sem leitt gætu til handtöku mannanna. Pakistanarnir fimm eru sagðir hafa komið til Sharm el-Sheik hinn 5. júlí frá Kaíró og skipulagt árásirnar vandlega. Þeir eru á aldrinum 18 til 30 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×