Erlent

Súnníar aftur með í ferlinu

Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni. Þar með friða þeir raddir sem óttuðust að stjórnarskráin yrði ónothæf ef að henni stæðu aðeins tveir af þremur helstu trúarhópum landsins. Vonast er til þess að stjórnarskráin verði pólitísk útkomuleið úr ófremdarástandinu sem ríkt hefur í landinu undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×