Innlent

Umsóknarfrestur runninn út

Í gær rann út umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður tilkynnt um það hverjir sótt hafa um stöðuna fljótlega á næstu dögum eða þegar ljóst þykir að allar umsóknir hafi borist. Auglýst var eftir umsóknum í byrjun þessa mánaðar. Höskuldur Jónsson fráfarandi forstjóri lætur af störfum þann 1. september næstkomandi eftir að hafa gegnt starfinu í nær tuttugu ár. Hann lætur af störfum sökum aldurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×