Fleiri fréttir

Lækka verð og boða samkeppni

Krónan hefur lækkað verð á öllum helstu neysluvörum sínum og gildir það frá og með deginum í dag. Að sögn forsvarsmanna verslunarinnar er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og virkari samkeppni á matvælamarkaði.

Afgreiðsla ályktana að hefjast

Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf.

Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram

Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart.

Páfi tekur þátt í blessuninni

Jóhannes Páll páfi II mun taka þátt í vikulegri blessun á morgun frá herbregisglugga Gemelli-sjúkrahússins þar sem hann dvelur nú, án þess þó að mæla orð frá munni. Aðstoðarmaður hans mun lesa predikunina fyrir hann því páfa er ráðlagt af læknum að hvíla raddböndin á næstunni.

Powell: Of fáir hermenn í Írak

Fleiri hermenn hefði þurft til að taka á ástandinu að loknum stríðinu í Írak, segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann telur að Bandaríkjastjórn verði að leggja sig fram við að bæta samskiptin við Evrópuríki.

Laug um NASA-vísindasamkeppni

Því verður ekki neitað að Saurabh Singh er frakkur. Hann laug því til að hann hefði unnið aðþjóðlega vísindasamkeppni NASA, keppni sem er ekki einu sinni til, en fékk samt alla til að trúa því.

Átta handteknir vegna tilræðisins

Átta hafa verið handteknir vegna sjálfsmorðssprengjuárásarinnar á ísraelskan næturklúbb í gærkvöldi sem kostaði í það minnsta fjóra lífið. Sprengjan skók einnig friðarferlið og ísraelskar hersveitir héldu inn á Vesturbakkann í kjölfarið.

Ekki ljóst hverjum var sagt upp

Rúnar Freyr Gíslason, formaður Félags íslenskra leikara og fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, segir það að sjálfsögðu erfitt fyrir formann félags að heyra að tæplega einum þriðja hluta fastráðinna starfsmanna hafi verið sagt upp samningi við Þjóðleikhúsið. Það liggur enn ekki alveg fyrir hverjum nákvæmlega hafi verið sagt upp. 

Þrjú útköll hjá TF-LÍF

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þrisvar verið kölluð út frá því í gærkvöld vegna útafaksturs, handleggsbrots á sjó og báts sem tekið hafði niður. 

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Veður á báðum stöðum er gott en skíðafæri frekar hart, enda unnið harðfenni.

Kastró skrópar á vindlahátíð

Fídel Kastró, forseti Kúbu, skrópaði þriðja árið í röð á alþjóðlegri samkomu vindlaáhugamanna sem haldin var í Havana, höfuðborg Kúbu, í gærkvöldi. Flestir viðstaddra voru mjög vonsviknir enda höfðu sumir ferðast þúsundir kílómetra til að taka þátt í hátíðahöldunum og átti Kastró að sjálfsögðu að vera aðalnúmer kvöldsins.

Harður ágreiningur á flokksþinginu

Harður ágreiningur er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir á Nordica-hótelinu í Reykjavík. Formaður og varaformaður flokksins eru ekki sammála um hvaða leið skuli fara og nú er unnið að því að finna málamiðlun.

Fara til Japans á morgun

Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar.

ESB setji upp viðvörunarkerfi

Uppbygging í Suðaustur-Asíu og uppsetning á jarðskjálftaviðvörunarkerfi er á meðal þess sem rætt verður á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og landa í Suðaustur-Asíu sem fram á að fara í Indónesíu í næsta mánuði. Milljarðar hafa safnast um allan heim til að stuðla að uppbyggingu á hamfarasvæðunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni 26. desember síðastliðinn, eða fyrir réttum tveimur mánuðum.

Næstum því mjólkurlaust í Eyjum

Litlu munaði að mjólkurlaust yrði í Vestmannaeyjum um helgina. Þegar afferma átti gám frá Eimskipum, fullan af mjólkurvörum, í gærdag runnu 40 fullhlaðnir mjólkurvagnar af stað og enduðu á steinsteyptri götunni með þeim afleiðingum að mjólkin flaut út um allt.

Haldið sofandi í öndunarvél

Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél.

Hafna Frakkar stjórnarskránni?

Frakkar gætu tekið upp á því að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins vegna uppsagnar fjármáláráðherra Frakklands í gær. Þetta er að minnsta kosti mat stjórnmálaskýrenda þar í landi. Sú niðurstaða myndi hafa afar slæm áhrif á pólitíska stöðu Jaques Chirac, forseta Frakklands, og jafnvel gera það að verkum að hann næði ekki endurkjöri.

Powell talar um ráðherraárin

Hann var þekktasti og einn valdamesti blökkumaður Bandaríkjanna, utanríkisráðherra sem virtist í andstöðu við eigin stjórn. Colin Powell lét af embætti fyrir mánuði og nú virðist hann reiðubúinn að tala út - en þó ekki um allt.

Sjö manns handteknir

Ísraelsher og palestínska lögreglan hafa handtekið sjö manns vegna sjálfsmorðsárásarinnar fyrir utan næturklúbb í Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, á föstudag.

Engin blessun

Jóhannes Páll páfi II mun fylgjast með vikulegri sunnudagsblessun sinni á Péturstorginu úr sjúkrarúmi sínu. Verður þetta í fyrsta sinn í 26 ára páfatíð hans sem hann blessar ekki á torginu.

Sendu rangt lík heim

Ættingjar konu sem fórst í flóðunum í Asíu fengu rangt lík sent í líkkistu heim til Svíþjóðar. Ástæðan er ruglingur sem varð hjá sænskum hjálparstarfsmönnum í Taílandi.

Sér ekki eftir steraáti

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, segist ekki sjá eftir því að hafa notað steralyf á sínum yngri árum þegar hann stundaði vaxtarækt af miklu kappi.

Hörð átök um Evrópustefnuna

Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Páfi enn á sjúkrahúsinu

Jóhannes Páll páfi II liggur enn á sjúkrahúsi í Róm og andar í gegnum slöngu sem þrædd var í gegnum barkann á honum. Aðstoðarmaður hans flutti hefðbundna laugardagsbæn í dag en páfi var sagður fylgjast með á sjúkrastofu sinni. Engar formlegar fréttir hafa borist af líðan hans en talsmenn Páfagarðs ætla ekkert að segja fyrr en á morgun.

Vilja undirbúa aðildarviðræður

Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b />

Norðmenn fylgjast með flokksþingi

Forsætisráðherra Noregs bíður ákvörðunar framsóknarmanna um stefnu í evrópumálum. Halldór Ásgrímsson segir að Norðmenn muni hugsanlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á næstunni og það kippi fótunum undan EES-samningnum. </font /></b />

Íslensk lög á útlensku

Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Íslensk málnefnd varar alvarlega við lagabreytingunni.

Frá leiksigri til uppsagnar

Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu.

Fjöltækniskóli Íslands stofnaður

Stýrimannaskólinn og Vélskólinn eru ekki lengur til. Nú heita þeir Fjöltækniskóli Íslands og eru ekki lengur ríkisskóli heldur einkaskóli.

Enginn þroskaþjálfi á Sólheimum

Enginn þroskaþjálfi starfar við Sólheima á Grímsnesi þrátt fyrir athugasemdir um skort á faglegri þjálfun vistmanna. Formaður þroskaþjálfafélagsins segir hugmyndir forráðamanna Sólheima ekki samræmast nútíma hugmyndum um þátttöku fatlaðra í samfélaginu.

Stærsta árshátíð landsins

Ofboðslega mikið af mat og drykk er í boði í kvöld á stærstu árshátíð landsins. Hartnær 2000 starfsmenn Íslandsbanka og Sjóvár koma saman til að sletta ærlega úr klaufunum. Þegar svona hersveit kemur saman dugir ekkert minna en Egilshöllin.

Öryrkjar heyri undir félagsmál

Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. </font /></b />

Nýju framsóknarfélögin fá aðild

Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag.

Yfirtökutilboði Baugs hafnað

Stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield hafnaði í gær óformlegu yfirtökutilboði Baugs. Í yfirlýsingu frá Somerfield segir að tilboðið hafi ekki verið í þágu hluthafa og því hafi verið ákveðið að hafna því.

Níu afganskir hermenn drepnir

Uppreisnarmenn í Afganistan drápu níu afganska hermenn seint í gærkvöldi. Uppreisnarmennirnir sátu fyrir bíl hermannanna nærri landamærum Pakistans og skutu alla sem í honum voru til bana. Þetta er mesta mannfall í stakri árás í Afganistan undanfarna mánuði.

Styðja ekki uppreisnarmenn

Stjórnvöld í Sýrlandi neita alfarið sögusögnum þess efnis að þau standi við bakið á uppreisnarmönnum í Írak. Undanfarna daga hafa birst viðtöl við uppreisnarmenn á arabískum sjónvarpsstöðvum þar sem þeir segjast hafa hlotið þjálfun hjá leyniþjónustu Sýrlands.

71% andvígt sölu grunnnetsins

Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að selja grunnnet Símans með honum þegar þar að kemur, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Og Vodafone.

Vinnuslys við Reykjanesvirkjun

Starfsmaður við Reykjanesvirkjun slasaðist þegar hann féll ofan af vinnupalli um klukkan sex í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina í Keflavík og kom þar í ljós að hann hafði meðal annars farið úr axlarlið.

Hrina fíkniefnamála á Akureyri

Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið.

Formannskjör ekki útilokað

Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum </font /></b />

Myndröð af flóðbylgjunni

Tekist hefur að framkalla myndir sem teknar voru rétt áður en flóðbylgjan í Asíu skall á ströndum Taílands á annan í jólum. Myndirnar eru úr myndavél kanadískra hjóna sem voru á ströndinni í Khao Lak þegar hamfarirnar dundu yfir. Þau létust í flóðunum og myndavélin eyðilagðist en hins vegar tókst að framkalla myndir úr vélinni.

Frumsýningargestir í grjótið?

Frumsýningargestir á leikritið<em> Grjótharðir</em>, sem fjallar um lífið í fangelsi og frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, stefna nú sjálfir lóðrétt í grjótið ef þeir greiða ekki stöðusektir sem hengdar voru á fjölda bíla við Lindargötuna og Ingólfsstræti eftir að sýningin hófst.

Hundrað uppreisnarmenn handteknir

Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. 

Páfi talar ekki næsta mánuðinn

Líðan Jóhannesar Páls páfa II er eftir atvikum góð að sögn lækna á Gemelli-sjúkrahúsinu í Rómarborg. Það er þó ljóst að hann muni ekki geta talað í að minnsta kosti mánuð eftir aðgerðina.

Sjá næstu 50 fréttir