Fleiri fréttir Samningstilboðið skref aftur á bak Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið. 25.2.2005 00:01 Endurunnið fyrir 720 milljónir Íslendingar eru flestum þjóðum duglegri að skila drykkjarumbúðum í endurvinnslu. 80 milljón einingar bárust Endurvinnslunni á síðasta ári. Fyrir stykkið fást níu krónur. </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Ekki alsæll með nýja nafnið Guðjón Ármann Eyjólfsson, sem var skólastjóri Stýrimannaskólans og Vélskólans í rúm tuttugu ár, er ekki nema rétt mátulega ánægður með hið nýja nafn skólanna, sem er Fjöltækniskóli Íslands. 25.2.2005 00:01 Ekki á flokksþingi Framsóknar Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær. 25.2.2005 00:01 Páfi liggur ekki banaleguna Jóhannes Páll páfi liggur ekki banaleguna samkvæmt því sem talsmenn Páfagarðs segja. Hann var í gærdag fluttur á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm í annað skipti á innan við mánuði. 25.2.2005 00:01 Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. 25.2.2005 00:01 Klára skuldir vegna Tímans Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. 25.2.2005 00:01 Átta friðargæsluliðar drepnir Að minnsta kosti átta friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru drepnir í Afríkuríkinu Kongó í morgun þegar skæruliðar veittu þeim fyrirsát. Árásin átti sér stað í austurhluta landsins þar sem tæplega fimm þúsund friðargæsluliðar eru að störfum. 25.2.2005 00:01 BÍ styður íþróttafréttamenn Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið. 25.2.2005 00:01 Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd. 25.2.2005 00:01 Lífið heldur áfram Tveir mánuðir eru síðan flóðbylgjan mikla skall á ströndum Indlandshafs og eyddi því sem fyrir varð. Nærri tvö hundruð þúsund manns týndu lífi í hamförunum og ennþá fleiri misstu allt sitt. Í kjölfarið hófst umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar og hún stendur enn. 25.2.2005 00:01 Ekki aðildarviðræður að ESB Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík. 25.2.2005 00:01 Afsögn fjármálaráðherra Frakklands Fjármálaráðherra Frakklands, Herve Gaymard, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst að hann hafi búið í stærðarinnar lúxushúsi í miðborg Parísar á kostnað ríkisins. Ráðherrann fráfarandi viðurkennir að hafa gert rangt í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun en franskir fjölmiðlar fá um leið sneið frá honum. 25.2.2005 00:01 Kunni ekki við afskipti Bush Vladímir Pútin Rússlandsforseti segist ánægður með fund sinn með George Bush Bandaríkjaforseta, þótt hann kunni ekki við afskiptin af þróun lýðræðis í Rússlandi. </font /> 25.2.2005 00:01 Tala látinna komin yfir 600 Tala látinna í jarðskjálftanum í Íran fyrr í vikunni er komin yfir sex hundruð en auk þess eru um þúsund manns slasaðir. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og voru upptök hans skammt frá Zarand-borg í Kerman-héraði, ekki langt frá borginni Bam sem jarðskjálfti lagði nánast í rúst fyrir aðeins rúmu ári. 25.2.2005 00:01 80% launa dregin af kennurum Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti. 25.2.2005 00:01 Læknar upplýsi um boðsferðirnar Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar skorar á íslenska lækna að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar eru á kostnað lyfjafyrirtækja. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að hún hafi undir höndum upplýsingar um að alvanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hópferðir íslenskra lækna og sjái hann um að greiða allan kostnað fyrir læknana 25.2.2005 00:01 Ók á hús og ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum þegar hann ók eftir Fjarðarstræti á Ísafirði eftir hádegið, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst á íbúðarhús og síðan á ljósastaur þar sem hann nam staðar. Svo vel vildi til að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð í sömu andrá. 25.2.2005 00:01 Verða að yfirvinna óttann Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. 25.2.2005 00:01 Sögulegt tækifæri Borgaryfirvöld hafa boðið Háskólanum í Reykjavík lóð í Vatnsmýrinni undir starfsemi sína. Með því væri mikilvægum áfanga til byggingar þekkingarþorps náð. Efasemdir eru þó uppi um hvort slíkt þorp geti risið verði flugvöllurinn ekki fluttur. 25.2.2005 00:01 Verða að gera ráðningarsamning Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning. 25.2.2005 00:01 Gengið fram af hörku Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b /> 25.2.2005 00:01 Varanleg kjaraskerðing? Kjör verkamanna og sérhæfðra starfsmanna í byggingavinnu á höfuðborgarsvæðinu hafa rýrnað vegna innflutnings á ódýru erlendu vinnuafli sem starfar hér svart eða í trássi við reglur. Verkalýðshreyfingin telur hættu á að þróunin leiði til varanlegrar skerðingar á launum og starfskjörum. </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Þungatakmarkanir víða Þungatakmarkanir eru víða í gildi á vegum landsins en leysingar hafa verið algengar allan febrúarmánuð og sérstaklega í góðviðri síðustu daga. 25.2.2005 00:01 Hörð gagnrýni frá kennurum Vegna mistaka í launavinnslu Reykjavíkurborgar í desember hyggst launadeild borgarinnar draga ofgreidd laun af kennurum um næstu mánaðarmót. Hefur þetta komið flatt upp á þá kennara sem um ræðir enda getur upphæðin numið allt að 70 prósentum af mánaðarlaunum viðkomandi. 25.2.2005 00:01 Stúlkan fundin Stúlkan sem lýst hefur verið eftir að undanförnu, hin fjórtán ára gamla Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir, er fundin og komin til síns heima að sögn lögreglu en hennar hefur verið leitað um nokkurra daga skeið. 25.2.2005 00:01 Páfi sagður á batavegi Jóhannes Páll II páfi getur andað án aðstoðar og engin merki hafa fundist um sýkingu í lungum, sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, degi eftir að páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð. 25.2.2005 00:01 Aukin áhætta tekin í flugi Breskri júmbóþotu var flogið á þremur hreyflum átta þúsund kílómetra leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Bretlands eftir að fjórði hreyfillinn bilaði í flugtaki. Flugvélin átti að lenda í London en þegar til Bretlands var komið var eldsneytið á þrotum og því lenti vélin í Manchester. 25.2.2005 00:01 Neyddist til afsagnar Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, baðst lausnar úr starfi aðeins sólarhring eftir að hann sagði slíkt ekki á dagskrá. Honum var ekki stætt lengur í starfi eftir að upp komst að hann lét ríkissjóð greiða húsaleigu fyrir sig í einu dýrasta hverfi Frakklands og ljóst varð að hann laug til um bakgrunn sinn og fjárhag. 25.2.2005 00:01 Hótaði dómara í dómssal Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti. 25.2.2005 00:01 Varar við nýju vopnakapphlaupi Tilraunir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna hafa ekki borið árangur sagði Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Hann varaði við því að ný vopnakapphlaup kynni að vera í uppsiglingu. 25.2.2005 00:01 Kona myrti níu ára son sinn Bresk kona var fundin sek um að myrða níu ára son sinn. Þetta gerði hún með því að blanda salti í vökva sem honum var gefinn í æð á sjúkrahúsi. Lækna var farið að gruna að konan ætti einhvern þátt í veikindum sonar síns en gátu ekkert gert til að rannsaka grun sinn þar sem hún var alltaf við hlið hans. 25.2.2005 00:01 Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær. 25.2.2005 00:01 Mælt með samgöngumiðstöð Mælt er með að ráðist verði í byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í sameiginlegri niðurstöðu vinnuhóps samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan verður kynnt á ríkisstjórnarfundi eftir helgi. 25.2.2005 00:01 Tímamót í farþegaflugi Kaup Flugleiða á tveimur nýjum Boeing 787 Dreamliner-þotum marka tímamót í farþegaflugi hér á landi og gera flugfélaginu kleift að fljúga beint til nánast allrar heimsbyggðarinnar. Heildarverðmæti vélanna tveggja nemur um fimmtán milljörðum króna 25.2.2005 00:01 Actavis með 93% af markaðinum Actavis ræður 93 prósentum af samheitalyfjamarkaðinum á Íslandi. Ríkið er stærsti viðskiptavinurinn en Tryggingastofnun ríkisins telur að ekki sé teljandi verðmunur á samheitalyfjum og frumlyfjum á Íslandi. Deildarstjóri lyfjamála þar segir fulla ástæðu fyrir Samkeppnistofnun að kanna málið. 25.2.2005 00:01 Framtíð kaþólsku kirkjunnar í húfi Sögusagnir og getgátur tröllríða umræðunni um líðan Jóhannesar Páls páfa sem fluttur var á sjúkrahús í gær, rétt um hálfum mánuði eftir að hann kom þaðan. Framtíð kaþólsku kirkjunnar er sögð í húfi. 25.2.2005 00:01 Vill fækka ráðuneytum Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta. 25.2.2005 00:01 Ekki aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. 25.2.2005 00:01 Verðbólgan má ekki vera nein Til að rauðu strikin í kjarasamningum verði ekki virk næsta haust þyrfti verðbólga að vera engin fram að þeim tíma. Verðbólgan er nú tveimur prósentum yfir rauðu strikunum og spáð er að fasteignaverð á Reykjavíkursvæðinu hækki um fimmtung á næsta ári. 25.2.2005 00:01 Sþ leita morðingja Hariris Hver drap Rafik Hariri? Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á að komast að því en ekki er með öllu ljóst hvort að alls staðar sé áhugi fyrir því að svara spurningunni. 25.2.2005 00:01 Opnar ótal möguleika Flugleiðir undirrituðu kaupsamning við Boeing um kaup á tveimur Boeing 787 flugvélum og kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Vélarnar verða afhentar árið 2010 og eru mun langfleygari en aðrar vélar í flota Flugleiða. </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Auglýsingabann hugsanlega ólögmætt EFTA-dómstóllinn úrskurðaði í gær að algjört bann við áfengisauglýsingum kynni að vera ólögmætt. Dómurinn segir að til að réttlæta bannið þurfi að sýna fram á að ekki sé hægt að ná markmiðum þess með aðgerðum sem hafa minni áhrif á markaðsfrelsi. 25.2.2005 00:01 Fimmtán milljónir í sekt Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða rúmlega fimmtán milljónir króna í sektir. Maðurinn er dæmdur fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti upp á rúmlega fjóra og hálfa milljón króna og tekjuskatti upp á rúmlega þrjár milljónir. 25.2.2005 00:01 Keyrði á hús og ljósastaur <font face="Helv"></font> Bílstjóri og þrír farþegar sluppu ómeiddir eftir að bílstjórinn keyrði á hús og ljósastaur á Ísafirði á þriðja tímanum í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var bílnum ekið í vestur eftir Fjarðarstræti þegar bílstjórinn, sem er á átjánda aldursári, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði fyrst á íbúðarhús og lenti svo á ljósastaur. 25.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Samningstilboðið skref aftur á bak Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið. 25.2.2005 00:01
Endurunnið fyrir 720 milljónir Íslendingar eru flestum þjóðum duglegri að skila drykkjarumbúðum í endurvinnslu. 80 milljón einingar bárust Endurvinnslunni á síðasta ári. Fyrir stykkið fást níu krónur. </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Ekki alsæll með nýja nafnið Guðjón Ármann Eyjólfsson, sem var skólastjóri Stýrimannaskólans og Vélskólans í rúm tuttugu ár, er ekki nema rétt mátulega ánægður með hið nýja nafn skólanna, sem er Fjöltækniskóli Íslands. 25.2.2005 00:01
Ekki á flokksþingi Framsóknar Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær. 25.2.2005 00:01
Páfi liggur ekki banaleguna Jóhannes Páll páfi liggur ekki banaleguna samkvæmt því sem talsmenn Páfagarðs segja. Hann var í gærdag fluttur á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm í annað skipti á innan við mánuði. 25.2.2005 00:01
Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. 25.2.2005 00:01
Klára skuldir vegna Tímans Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. 25.2.2005 00:01
Átta friðargæsluliðar drepnir Að minnsta kosti átta friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru drepnir í Afríkuríkinu Kongó í morgun þegar skæruliðar veittu þeim fyrirsát. Árásin átti sér stað í austurhluta landsins þar sem tæplega fimm þúsund friðargæsluliðar eru að störfum. 25.2.2005 00:01
BÍ styður íþróttafréttamenn Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið. 25.2.2005 00:01
Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd. 25.2.2005 00:01
Lífið heldur áfram Tveir mánuðir eru síðan flóðbylgjan mikla skall á ströndum Indlandshafs og eyddi því sem fyrir varð. Nærri tvö hundruð þúsund manns týndu lífi í hamförunum og ennþá fleiri misstu allt sitt. Í kjölfarið hófst umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar og hún stendur enn. 25.2.2005 00:01
Ekki aðildarviðræður að ESB Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík. 25.2.2005 00:01
Afsögn fjármálaráðherra Frakklands Fjármálaráðherra Frakklands, Herve Gaymard, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst að hann hafi búið í stærðarinnar lúxushúsi í miðborg Parísar á kostnað ríkisins. Ráðherrann fráfarandi viðurkennir að hafa gert rangt í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun en franskir fjölmiðlar fá um leið sneið frá honum. 25.2.2005 00:01
Kunni ekki við afskipti Bush Vladímir Pútin Rússlandsforseti segist ánægður með fund sinn með George Bush Bandaríkjaforseta, þótt hann kunni ekki við afskiptin af þróun lýðræðis í Rússlandi. </font /> 25.2.2005 00:01
Tala látinna komin yfir 600 Tala látinna í jarðskjálftanum í Íran fyrr í vikunni er komin yfir sex hundruð en auk þess eru um þúsund manns slasaðir. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og voru upptök hans skammt frá Zarand-borg í Kerman-héraði, ekki langt frá borginni Bam sem jarðskjálfti lagði nánast í rúst fyrir aðeins rúmu ári. 25.2.2005 00:01
80% launa dregin af kennurum Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti. 25.2.2005 00:01
Læknar upplýsi um boðsferðirnar Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar skorar á íslenska lækna að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar eru á kostnað lyfjafyrirtækja. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að hún hafi undir höndum upplýsingar um að alvanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hópferðir íslenskra lækna og sjái hann um að greiða allan kostnað fyrir læknana 25.2.2005 00:01
Ók á hús og ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum þegar hann ók eftir Fjarðarstræti á Ísafirði eftir hádegið, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst á íbúðarhús og síðan á ljósastaur þar sem hann nam staðar. Svo vel vildi til að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð í sömu andrá. 25.2.2005 00:01
Verða að yfirvinna óttann Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. 25.2.2005 00:01
Sögulegt tækifæri Borgaryfirvöld hafa boðið Háskólanum í Reykjavík lóð í Vatnsmýrinni undir starfsemi sína. Með því væri mikilvægum áfanga til byggingar þekkingarþorps náð. Efasemdir eru þó uppi um hvort slíkt þorp geti risið verði flugvöllurinn ekki fluttur. 25.2.2005 00:01
Verða að gera ráðningarsamning Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning. 25.2.2005 00:01
Gengið fram af hörku Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b /> 25.2.2005 00:01
Varanleg kjaraskerðing? Kjör verkamanna og sérhæfðra starfsmanna í byggingavinnu á höfuðborgarsvæðinu hafa rýrnað vegna innflutnings á ódýru erlendu vinnuafli sem starfar hér svart eða í trássi við reglur. Verkalýðshreyfingin telur hættu á að þróunin leiði til varanlegrar skerðingar á launum og starfskjörum. </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Þungatakmarkanir víða Þungatakmarkanir eru víða í gildi á vegum landsins en leysingar hafa verið algengar allan febrúarmánuð og sérstaklega í góðviðri síðustu daga. 25.2.2005 00:01
Hörð gagnrýni frá kennurum Vegna mistaka í launavinnslu Reykjavíkurborgar í desember hyggst launadeild borgarinnar draga ofgreidd laun af kennurum um næstu mánaðarmót. Hefur þetta komið flatt upp á þá kennara sem um ræðir enda getur upphæðin numið allt að 70 prósentum af mánaðarlaunum viðkomandi. 25.2.2005 00:01
Stúlkan fundin Stúlkan sem lýst hefur verið eftir að undanförnu, hin fjórtán ára gamla Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir, er fundin og komin til síns heima að sögn lögreglu en hennar hefur verið leitað um nokkurra daga skeið. 25.2.2005 00:01
Páfi sagður á batavegi Jóhannes Páll II páfi getur andað án aðstoðar og engin merki hafa fundist um sýkingu í lungum, sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, degi eftir að páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð. 25.2.2005 00:01
Aukin áhætta tekin í flugi Breskri júmbóþotu var flogið á þremur hreyflum átta þúsund kílómetra leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Bretlands eftir að fjórði hreyfillinn bilaði í flugtaki. Flugvélin átti að lenda í London en þegar til Bretlands var komið var eldsneytið á þrotum og því lenti vélin í Manchester. 25.2.2005 00:01
Neyddist til afsagnar Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, baðst lausnar úr starfi aðeins sólarhring eftir að hann sagði slíkt ekki á dagskrá. Honum var ekki stætt lengur í starfi eftir að upp komst að hann lét ríkissjóð greiða húsaleigu fyrir sig í einu dýrasta hverfi Frakklands og ljóst varð að hann laug til um bakgrunn sinn og fjárhag. 25.2.2005 00:01
Hótaði dómara í dómssal Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti. 25.2.2005 00:01
Varar við nýju vopnakapphlaupi Tilraunir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna hafa ekki borið árangur sagði Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Hann varaði við því að ný vopnakapphlaup kynni að vera í uppsiglingu. 25.2.2005 00:01
Kona myrti níu ára son sinn Bresk kona var fundin sek um að myrða níu ára son sinn. Þetta gerði hún með því að blanda salti í vökva sem honum var gefinn í æð á sjúkrahúsi. Lækna var farið að gruna að konan ætti einhvern þátt í veikindum sonar síns en gátu ekkert gert til að rannsaka grun sinn þar sem hún var alltaf við hlið hans. 25.2.2005 00:01
Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær. 25.2.2005 00:01
Mælt með samgöngumiðstöð Mælt er með að ráðist verði í byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í sameiginlegri niðurstöðu vinnuhóps samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan verður kynnt á ríkisstjórnarfundi eftir helgi. 25.2.2005 00:01
Tímamót í farþegaflugi Kaup Flugleiða á tveimur nýjum Boeing 787 Dreamliner-þotum marka tímamót í farþegaflugi hér á landi og gera flugfélaginu kleift að fljúga beint til nánast allrar heimsbyggðarinnar. Heildarverðmæti vélanna tveggja nemur um fimmtán milljörðum króna 25.2.2005 00:01
Actavis með 93% af markaðinum Actavis ræður 93 prósentum af samheitalyfjamarkaðinum á Íslandi. Ríkið er stærsti viðskiptavinurinn en Tryggingastofnun ríkisins telur að ekki sé teljandi verðmunur á samheitalyfjum og frumlyfjum á Íslandi. Deildarstjóri lyfjamála þar segir fulla ástæðu fyrir Samkeppnistofnun að kanna málið. 25.2.2005 00:01
Framtíð kaþólsku kirkjunnar í húfi Sögusagnir og getgátur tröllríða umræðunni um líðan Jóhannesar Páls páfa sem fluttur var á sjúkrahús í gær, rétt um hálfum mánuði eftir að hann kom þaðan. Framtíð kaþólsku kirkjunnar er sögð í húfi. 25.2.2005 00:01
Vill fækka ráðuneytum Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta. 25.2.2005 00:01
Ekki aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. 25.2.2005 00:01
Verðbólgan má ekki vera nein Til að rauðu strikin í kjarasamningum verði ekki virk næsta haust þyrfti verðbólga að vera engin fram að þeim tíma. Verðbólgan er nú tveimur prósentum yfir rauðu strikunum og spáð er að fasteignaverð á Reykjavíkursvæðinu hækki um fimmtung á næsta ári. 25.2.2005 00:01
Sþ leita morðingja Hariris Hver drap Rafik Hariri? Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á að komast að því en ekki er með öllu ljóst hvort að alls staðar sé áhugi fyrir því að svara spurningunni. 25.2.2005 00:01
Opnar ótal möguleika Flugleiðir undirrituðu kaupsamning við Boeing um kaup á tveimur Boeing 787 flugvélum og kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Vélarnar verða afhentar árið 2010 og eru mun langfleygari en aðrar vélar í flota Flugleiða. </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Auglýsingabann hugsanlega ólögmætt EFTA-dómstóllinn úrskurðaði í gær að algjört bann við áfengisauglýsingum kynni að vera ólögmætt. Dómurinn segir að til að réttlæta bannið þurfi að sýna fram á að ekki sé hægt að ná markmiðum þess með aðgerðum sem hafa minni áhrif á markaðsfrelsi. 25.2.2005 00:01
Fimmtán milljónir í sekt Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða rúmlega fimmtán milljónir króna í sektir. Maðurinn er dæmdur fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti upp á rúmlega fjóra og hálfa milljón króna og tekjuskatti upp á rúmlega þrjár milljónir. 25.2.2005 00:01
Keyrði á hús og ljósastaur <font face="Helv"></font> Bílstjóri og þrír farþegar sluppu ómeiddir eftir að bílstjórinn keyrði á hús og ljósastaur á Ísafirði á þriðja tímanum í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var bílnum ekið í vestur eftir Fjarðarstræti þegar bílstjórinn, sem er á átjánda aldursári, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði fyrst á íbúðarhús og lenti svo á ljósastaur. 25.2.2005 00:01