Innlent

Vinnuslys við Reykjanesvirkjun

Starfsmaður við Reykjanesvirkjun slasaðist þegar hann féll ofan af vinnupalli um klukkan sex í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina í Keflavík og kom þar í ljós að hann hafði meðal annars farið úr axlarlið. Hann var með hjálm og annan öryggisbúnað sem talið er að hafi komið í veg fyrir að ekki fór verr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×