Erlent

Myndröð af flóðbylgjunni

Tekist hefur að framkalla myndir sem teknar voru rétt áður en flóðbylgjan í Asíu skall á ströndum Taílands á annan í jólum. Myndirnar eru úr myndavél kanadískra hjóna sem voru á ströndinni í Khao Lak þegar hamfarirnar dundu yfir. Þau létust í flóðunum og myndavélin eyðilagðist en hins vegar tókst að framkalla myndir úr vélinni. Á fyrstu myndunum sést fólk ganga um á ströndinni, algerlega grandvaralaust um það sem á eftir kom. Í fjarska virðist þó móta fyrir stórri öldu. Á næstu myndum sést þegar flóðbylgjan nálgast ströndina og skelfing grípur fólkið sem þar er. Síðasta myndin er svo tekin þegar gríðarstór alda hefur náð alla leið inn á ströndina þar sem skömmu áður lá fólk í sólbaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×