Erlent

Sjö manns handteknir

Ísraelsher og palestínska lögreglan hafa handtekið sjö manns vegna sjálfsmorðsárásarinnar fyrir utan næturklúbb í Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, á föstudag. Ísraelsher handtók fimm manns skammt frá bænum Tulkarem á Vesturbakkanum þar á meðal tvo bræður árásarmannsins. Palestínska lögreglan handtók aftur á móti tvo menn sitt í hvoru lagi vegna árásarinnar, sem varð fjórum að bana og særði um þrjátíu manns. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, hefur heitið því að refsa þeim sem stóðu á bak við sprenginguna, en hún var sú fyrsta síðan Ísraelar og Palestínumenna samþykktu nýja friðaráætlun fyrr í mánuðinum. "Palestínsk yfirvöld munu ekki standa aðgerðarlaus eftir voðaverk sem þetta," sagði Abbas. "Við munum elta uppi þá sem bera ábyrgð á sprengingunni og þeim verður refsað duglega," sagði hann. Palestínsku vígasamtökin Heilagt stríð islams sem hefur aðsetur sitt í Sýrlandi hefur lýst ábyrð á árásinni á hendur sér en áður höfðu Al Aqsa, Hamas-samtökin og líbanska Hizbolla-hreyfingin harðneitað aðild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×