Innlent

Frumsýningargestir í grjótið?

MYND/Pjtu
Frumsýningargestir á leikritið Grjótharðir, sem fjallar um lífið í fangelsi og frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, stefna nú sjálfir lóðrétt í grjótið ef þeir greiða ekki stöðusektir sem hengdar voru á fjölda bíla við Lindargötuna og Ingólfsstræti eftir að sýningin hófst. Lögregla hefur ætíð látið það óátalið þótt leikhúsgestir leggi ólöglega á svæðinu á kvöldin, svo lengi sem þeir eru ekki fyrir neinum, enda er skortur á bílastæðum á svæðinu. En stöðumælavörður Reykjavíkurborgar númer átta er ekki sama sinnis og bætti 2500 króna kostnaði við leikhúsferðina hjá fjölda leikhússgesta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×