Innlent

71% andvígt sölu grunnnetsins

Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að selja grunnnet Símans með honum þegar þar að kemur, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Og Vodafone. Spurt var: Ertu hlynntur því eða andvígur að grunnnet Landssímans verði selt með fyrirtækinu þegar það verður selt einkaaðila? 71 prósent var mjög eða frekar andvígt sölunni, 18 prósent voru frekar eða mjög hlynnt sölunni og 11 prósent voru hlutlaus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×