Frá leiksigri til uppsagnar 26. febrúar 2005 00:01 Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. Á opnum starfsmannafundi í Þjóðleikhúsinu í gær var tilkynnt að losa ætti tíu af þrjátíu og þremur fastráðningarsamningum við leikhúsið fyrir 1. mars. Í yfirlýsingu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra segir að fastráðningarsamningar leikara við húsið séu að mörgu leyti óheppilegir fyrir hið listræna starf. Ákveðið hafi verið að segja upp samningum við þá tíu sem skemmst hafi starfað við húsið. Leikarar af yngri kynslóðinni sem fréttastofan ræddi við í dag segja að með aðgerðum þjóðleikhússtjóra sé verið að skjóta niður framlínu leikhússins; það sé einfaldlega óverjandi að segja upp Edith Piaf, Lilla klifurmús og Mikka ref svo fáeinir séu nefndir. Tinna segir að enn sé ekki búið að segja neinum upp og uppsagnirnar miðist reyndar við 1. september. Auk þess sé hún búin að lýsa því yfir að hún vilji gjarnan semja aftur við þetta fólk þannig að listrænt sé hún ekki að hafna einum né neinum. Meðal leikaranna sem í hlut eiga gætir mikillar óánægju. Viðmælendur úr þeirra röðum segja það óverjandi rekstur á fyrirtæki að segja upp besta starfsfólkinu. Það sé allt eins líklegt að hluti þeirra hætti nú hjá Þjóðleikhúsinu. Tinna segist átta sig á því að hún sé að taka áhættu en vonast til þess að geta ráðið flesta leikarana aftur á styttri samningum. Aðspurð hvort ekki hefði verið einfaldara að segja strax hverjir þarna eigi í hlut segist Tinna ekki telja að henni beri nokkur skylda til þess sem stjórnandi stofnunarinnar að gefa það upp. Leikararnir geti sjálfir tekið ákvörðun um það hvort þeir segi frá uppsögn sinni opinberlega. Leikarar í hópi þeirra sem sagt verður upp segjast ekki síst óánægðir með það hvernig hafi verið staðið að málum. Boðað hafi verið til fundarins í gær með þeim formerkjum að ræða ætti ráðningar við leikhúsið. Segja þeir að nær hefði verið að tala fyrst við þá sem í hlut ættu. Leikararnir ætla að funda strax eftir helgi. ... Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. Á opnum starfsmannafundi í Þjóðleikhúsinu í gær var tilkynnt að losa ætti tíu af þrjátíu og þremur fastráðningarsamningum við leikhúsið fyrir 1. mars. Í yfirlýsingu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra segir að fastráðningarsamningar leikara við húsið séu að mörgu leyti óheppilegir fyrir hið listræna starf. Ákveðið hafi verið að segja upp samningum við þá tíu sem skemmst hafi starfað við húsið. Leikarar af yngri kynslóðinni sem fréttastofan ræddi við í dag segja að með aðgerðum þjóðleikhússtjóra sé verið að skjóta niður framlínu leikhússins; það sé einfaldlega óverjandi að segja upp Edith Piaf, Lilla klifurmús og Mikka ref svo fáeinir séu nefndir. Tinna segir að enn sé ekki búið að segja neinum upp og uppsagnirnar miðist reyndar við 1. september. Auk þess sé hún búin að lýsa því yfir að hún vilji gjarnan semja aftur við þetta fólk þannig að listrænt sé hún ekki að hafna einum né neinum. Meðal leikaranna sem í hlut eiga gætir mikillar óánægju. Viðmælendur úr þeirra röðum segja það óverjandi rekstur á fyrirtæki að segja upp besta starfsfólkinu. Það sé allt eins líklegt að hluti þeirra hætti nú hjá Þjóðleikhúsinu. Tinna segist átta sig á því að hún sé að taka áhættu en vonast til þess að geta ráðið flesta leikarana aftur á styttri samningum. Aðspurð hvort ekki hefði verið einfaldara að segja strax hverjir þarna eigi í hlut segist Tinna ekki telja að henni beri nokkur skylda til þess sem stjórnandi stofnunarinnar að gefa það upp. Leikararnir geti sjálfir tekið ákvörðun um það hvort þeir segi frá uppsögn sinni opinberlega. Leikarar í hópi þeirra sem sagt verður upp segjast ekki síst óánægðir með það hvernig hafi verið staðið að málum. Boðað hafi verið til fundarins í gær með þeim formerkjum að ræða ætti ráðningar við leikhúsið. Segja þeir að nær hefði verið að tala fyrst við þá sem í hlut ættu. Leikararnir ætla að funda strax eftir helgi. ...
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira