Frá leiksigri til uppsagnar 26. febrúar 2005 00:01 Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. Á opnum starfsmannafundi í Þjóðleikhúsinu í gær var tilkynnt að losa ætti tíu af þrjátíu og þremur fastráðningarsamningum við leikhúsið fyrir 1. mars. Í yfirlýsingu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra segir að fastráðningarsamningar leikara við húsið séu að mörgu leyti óheppilegir fyrir hið listræna starf. Ákveðið hafi verið að segja upp samningum við þá tíu sem skemmst hafi starfað við húsið. Leikarar af yngri kynslóðinni sem fréttastofan ræddi við í dag segja að með aðgerðum þjóðleikhússtjóra sé verið að skjóta niður framlínu leikhússins; það sé einfaldlega óverjandi að segja upp Edith Piaf, Lilla klifurmús og Mikka ref svo fáeinir séu nefndir. Tinna segir að enn sé ekki búið að segja neinum upp og uppsagnirnar miðist reyndar við 1. september. Auk þess sé hún búin að lýsa því yfir að hún vilji gjarnan semja aftur við þetta fólk þannig að listrænt sé hún ekki að hafna einum né neinum. Meðal leikaranna sem í hlut eiga gætir mikillar óánægju. Viðmælendur úr þeirra röðum segja það óverjandi rekstur á fyrirtæki að segja upp besta starfsfólkinu. Það sé allt eins líklegt að hluti þeirra hætti nú hjá Þjóðleikhúsinu. Tinna segist átta sig á því að hún sé að taka áhættu en vonast til þess að geta ráðið flesta leikarana aftur á styttri samningum. Aðspurð hvort ekki hefði verið einfaldara að segja strax hverjir þarna eigi í hlut segist Tinna ekki telja að henni beri nokkur skylda til þess sem stjórnandi stofnunarinnar að gefa það upp. Leikararnir geti sjálfir tekið ákvörðun um það hvort þeir segi frá uppsögn sinni opinberlega. Leikarar í hópi þeirra sem sagt verður upp segjast ekki síst óánægðir með það hvernig hafi verið staðið að málum. Boðað hafi verið til fundarins í gær með þeim formerkjum að ræða ætti ráðningar við leikhúsið. Segja þeir að nær hefði verið að tala fyrst við þá sem í hlut ættu. Leikararnir ætla að funda strax eftir helgi. ... Fréttir Innlent Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. Á opnum starfsmannafundi í Þjóðleikhúsinu í gær var tilkynnt að losa ætti tíu af þrjátíu og þremur fastráðningarsamningum við leikhúsið fyrir 1. mars. Í yfirlýsingu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra segir að fastráðningarsamningar leikara við húsið séu að mörgu leyti óheppilegir fyrir hið listræna starf. Ákveðið hafi verið að segja upp samningum við þá tíu sem skemmst hafi starfað við húsið. Leikarar af yngri kynslóðinni sem fréttastofan ræddi við í dag segja að með aðgerðum þjóðleikhússtjóra sé verið að skjóta niður framlínu leikhússins; það sé einfaldlega óverjandi að segja upp Edith Piaf, Lilla klifurmús og Mikka ref svo fáeinir séu nefndir. Tinna segir að enn sé ekki búið að segja neinum upp og uppsagnirnar miðist reyndar við 1. september. Auk þess sé hún búin að lýsa því yfir að hún vilji gjarnan semja aftur við þetta fólk þannig að listrænt sé hún ekki að hafna einum né neinum. Meðal leikaranna sem í hlut eiga gætir mikillar óánægju. Viðmælendur úr þeirra röðum segja það óverjandi rekstur á fyrirtæki að segja upp besta starfsfólkinu. Það sé allt eins líklegt að hluti þeirra hætti nú hjá Þjóðleikhúsinu. Tinna segist átta sig á því að hún sé að taka áhættu en vonast til þess að geta ráðið flesta leikarana aftur á styttri samningum. Aðspurð hvort ekki hefði verið einfaldara að segja strax hverjir þarna eigi í hlut segist Tinna ekki telja að henni beri nokkur skylda til þess sem stjórnandi stofnunarinnar að gefa það upp. Leikararnir geti sjálfir tekið ákvörðun um það hvort þeir segi frá uppsögn sinni opinberlega. Leikarar í hópi þeirra sem sagt verður upp segjast ekki síst óánægðir með það hvernig hafi verið staðið að málum. Boðað hafi verið til fundarins í gær með þeim formerkjum að ræða ætti ráðningar við leikhúsið. Segja þeir að nær hefði verið að tala fyrst við þá sem í hlut ættu. Leikararnir ætla að funda strax eftir helgi. ...
Fréttir Innlent Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira