Erlent

Sendu rangt lík heim

Ættingjar konu sem fórst í flóðunum í Asíu fengu rangt lík sent í líkkistu heim til Svíþjóðar. Ástæðan er ruglingur sem varð hjá sænskum hjálparstarfsmönnum í Taílandi. Ættingjarnir tóku á móti kistunni, sem var hulin sænska fánanum, og héldu skömmu síðar stutta minningarathöfn. En þegar réttarmeinafræðingar opnuðu kistuna daginn eftir brá þeim heldur betur í brún þegar þeir sáu þar lík af manni. Lík konunnar er enn í Taílandi en ættingjum Svíans látna sem var fluttur heim fyrir mistök hefur verið tilkynnt um snemmbúna komu hans. "Okkur þykir þetta mjög leitt,"sagði Kjell Larsson, yfirmaður hjálparstarfs Svía í Taílandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×