Erlent

Engin blessun

Jóhannes Páll páfi II mun fylgjast með vikulegri sunnudagsblessun sinni á Péturstorginu úr sjúkrarúmi sínu. Verður þetta í fyrsta sinn í 26 ára páfatíð hans sem hann blessar ekki á torginu. Páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð á dögunum en aðstoðarmaður hans mun hlaupa í skarðið fyrir hann og lesa blessunarorð hans. Páfinn, sem er 84 ára, andar nú óstuddur en má ekki tala samkvæmt læknisráði. Hann hefur verið á sjúkrahúsi síðan á fimmtudag en þar gekkst hann undir aðgerðina vegna öndunarörðugleika sem hann átti við að stríða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×