Innlent

Lækka verð og boða samkeppni

Krónan hefur lækkað verð á öllum helstu neysluvörum sínum og gildir það frá og með deginum í dag. Að sögn forsvarsmanna verslunarinnar er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og virkari samkeppni á matvælamarkaði. „Við ætlum að kappkosta að stunda virka verðsamkeppni viðskiptavinum okkar til góða þannig að þeir fái meira fyrir hverja krónu,“ segir Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×