Erlent

Styðja ekki uppreisnarmenn

Stjórnvöld í Sýrlandi neita alfarið sögusögnum þess efnis að þau standi við bakið á uppreisnarmönnum í Írak. Undanfarna daga hafa birst viðtöl við uppreisnarmenn á arabískum sjónvarpsstöðvum þar sem þeir segjast hafa hlotið þjálfun hjá leyniþjónustu Sýrlands. Í gær var hins vegar haft eftir embættismanni innan leyniþjónustunnar í Sýrlandi að þetta væri fráleitt, enda væri Sýrlendingum mjög umhugað um að stöðugleiki og öryggi næði fram að ganga í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×