Innlent

Yfirtökutilboði Baugs hafnað

Stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield hafnaði í gær óformlegu yfirtökutilboði Baugs. Í yfirlýsingu frá Somerfield segir að tilboðið hafi ekki verið í þágu hluthafa og því hafi verið ákveðið að hafna því. Breskir fjölmiðlar segja ákvörðun forsvarsmanna Somerfield hafa komið forráðamönnum Baugs í opna skjöldu en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segist í viðtali við Morgunblaðið í morgun ekki líta svo á að málið sé endanelga úr sögunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×