Erlent

Kastró skrópar á vindlahátíð

Fídel Kastró, forseti Kúbu, skrópaði þriðja árið í röð á alþjóðlegri samkomu vindlaáhugamanna sem haldin var í Havana, höfuðborg Kúbu, í gærkvöldi. Flestir viðstaddra voru mjög vonsviknir enda höfðu sumir ferðast þúsundir kílómetra til að taka þátt í hátíðahöldunum og átti Kastró að sjálfsögðu að vera aðalnúmer kvöldsins og flytja hátíðarrræðu, þrátt fyrir að sá gamli hafi reyndar hætt að reykja fyrir þónokkrum árum. Þegar leiðtoginn aldni mætti ekki stökk leikarinn Jeremy Irons, sem var á meðal veislugesta, til og hélt ræðu í léttum dúr um ágæti vindlareykinga til að að reyna að hressa upp á mannskapinn. Þar sagði hann meðal annars að eftir því sem nær drægi endalokum lífs síns reyndi hann að lifa sífellt betra lífi. Og, í því fælist meðal annars að minnka sígarettureykingar - en reykja þeim mun meira af vindlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×