Erlent

Sér ekki eftir steraáti

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, segist ekki sjá eftir því að hafa notað steralyf á sínum yngri árum þegar hann stundaði vaxtarækt af miklu kappi. "Ég iðrast einskis því að á þessum tíma var þetta nýtt á markaði og við fórum til læknis og fengum lyfin undir handleiðslu hans," sagði Schwarzenegger í viðtali á ABC-sjónvarpsstöðinni. Hann hefur áður játað að hafa tekið stera en benti þá á að þeir hefðu verið löglegir á þeim tíma. "Við vorum að prófa okkur áfram enda voru þetta ný efni," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×