Innlent

Fjöltækniskóli Íslands stofnaður

Stýrimannaskólinn og Vélskólinn eru ekki lengur til. Nú heita þeir Fjöltækniskóli Íslands og eru ekki lengur ríkisskóli heldur einkaskóli. Hinn nýji Fjöltækniskóli Íslands er í gamla sjómannaskólanum við Háteigsveg en þar var í dag boðið til kynningar á starfseminni. Einkahlutafélag, Menntafélagið, tók við rekstri Stýrimannaskólans og Vélskólans fyrir hálfu öðru ári en í þessari viku kom hið nýja nafn á skólann. Hin nöfnin heyra því sögunni til.  Jón B. Stefánsson skólameistari segir menntunina haldast óbreytt; skipstjórnarmönnum verði áfram kennt á skipstjórnarsviði og vélstjórnarmönnum á vélstjórnarsviði. Tvö ný svið bætast hins vegar við: tæknisvið og útvegssvið. Um 270 manns stunda nú nám við skólann, nám sem þykir arðbært. Jón segir útskrifaða nemendur vinna í auknum mæli í alls konar starfsgreinum. Ekkert sé um atvinnuleysi og þetta fók hafi góða afkomu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×