Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 13:38 Flugeldasýningin á Menningarnótt verður klukkutíma fyrr á ferðinni en áður. vísir/vilhelm Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. 24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira