Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kylian Mbappé er langmarkahæstur í spænsku úrvalsdeildinni.
Kylian Mbappé er langmarkahæstur í spænsku úrvalsdeildinni. getty/Jose Breton

Real Madrid vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Álvaros Arbeloa þegar liðið hafði betur gegn Levante, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Arbeloa tók við Real Madrid eftir að Xabi Alonso var látinn taka pokann sinn í síðustu viku. Hann fékk enga draumabyrjun í nýju starfi því Real Madrid tapaði fyrir B-deildarliði Albacete, 3-2, í spænsku bikarkeppninni á miðvikudaginn.

Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleik gegn Levante en Kylian Mbappé kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Hann hefur skorað nítján mörk í nítján deildarleikjum á tímabilinu.

Á 65. mínútu skoraði Raúl Acensio annað mark Real Madrid með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Arda Güler.

Með sigrinum minnkaði Real Madrid forskot Barcelona á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Barcelona sækir Real Sociedad heim á morgun.

Levante er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið þrjá af nítján leikjum sínum í vetur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira