Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2026 12:01 Pétur Marteinsson sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, telur hann hafa svarað ágætlega spurningum um viðskipti sín við borgina sem athafnamaður. Vísir Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar telur að Pétur Marteinsson, frambjóðandi í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, hafi svarað ágætlega spurningum um viðskiptahagsmuni sína. Hann hafi gert grein fyrir þeim og verið skýr í þeim efnum. Töluvert hefur verið fjallað um framsal félags Péturs fyrir tveimur árum á lóð sem það keypti undir íbúðauppbyggingu af Reykjavíkurborg árið 2018. Félagið sigraði í hönunarsamkeppni á vegum borgarinnar og fékk í kjölfarið úthlutað um fimm þúsund fermetra lóð í Nýja Skerjafirði. Það greiddi fimmtíu milljónir króna í upphafi en heildarverðið átti að nema tæpum hálfum milljarði þegar uppi væri staðið. Uppbygging tafðist hins vegar, meðal annars vegna ágreinings ríkis og borgar um byggingarsvæði í kringum Reykjavíkurflugvöll. Pétur sagði í viðtali við kvöldfréttir Sýnar í gærkvöldi að hann hefði fengið 69 milljónir króna í sinn hlut þegar félagið sem hann átti í seldi lóðirnar til annars félags árið 2023. Meirihluti þess fjár hefði farið í launakostnað vegna byggingaráformanna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðhera og formaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið en almenningur. Hún viti ekki betur en að Pétur hafi gert grein fyrir sínum hagsmunum vegna þess í fjölmiðlum og að hann hafi verið frekar skýr um þá. „Ég tel hann hafa svarað ágætlega fyrir þetta mál,“ sagði Kristrún við fréttamann Sýnar eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Um ástæður þess að félag hans seldi lóðirnar sagði Pétur að engar framkvæmdir hefðu komist í gang vegna kærumála og pólitíkur. Á meðan hefðu engar tekjur komið inn í félag hans. „Við fengum til okkar arkitekta og verkfræðinga þannig það var töluverður kostnaður. Þannig að við fáum hluthafa inn í verkefnið með okkur og þegar þetta dregst enn á langinn þá erum við keyptir út,“ sagði Pétur í gær. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Jarða- og lóðamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um framsal félags Péturs fyrir tveimur árum á lóð sem það keypti undir íbúðauppbyggingu af Reykjavíkurborg árið 2018. Félagið sigraði í hönunarsamkeppni á vegum borgarinnar og fékk í kjölfarið úthlutað um fimm þúsund fermetra lóð í Nýja Skerjafirði. Það greiddi fimmtíu milljónir króna í upphafi en heildarverðið átti að nema tæpum hálfum milljarði þegar uppi væri staðið. Uppbygging tafðist hins vegar, meðal annars vegna ágreinings ríkis og borgar um byggingarsvæði í kringum Reykjavíkurflugvöll. Pétur sagði í viðtali við kvöldfréttir Sýnar í gærkvöldi að hann hefði fengið 69 milljónir króna í sinn hlut þegar félagið sem hann átti í seldi lóðirnar til annars félags árið 2023. Meirihluti þess fjár hefði farið í launakostnað vegna byggingaráformanna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðhera og formaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið en almenningur. Hún viti ekki betur en að Pétur hafi gert grein fyrir sínum hagsmunum vegna þess í fjölmiðlum og að hann hafi verið frekar skýr um þá. „Ég tel hann hafa svarað ágætlega fyrir þetta mál,“ sagði Kristrún við fréttamann Sýnar eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Um ástæður þess að félag hans seldi lóðirnar sagði Pétur að engar framkvæmdir hefðu komist í gang vegna kærumála og pólitíkur. Á meðan hefðu engar tekjur komið inn í félag hans. „Við fengum til okkar arkitekta og verkfræðinga þannig það var töluverður kostnaður. Þannig að við fáum hluthafa inn í verkefnið með okkur og þegar þetta dregst enn á langinn þá erum við keyptir út,“ sagði Pétur í gær.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Jarða- og lóðamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira