Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 13. janúar 2026 22:58 Orri Steinn hefur verið að ganga í gegnum krefjandi meiðsli en er mættur aftur inn á völlinn. Hann fékk hins vegar að upplifa annars konar krefjandi reynslu í kvöld. Vísir/Getty Stuðningsmenn Real Sociedad eru margir hverjir æfir út í þjálfara liðsins og furða sig á framkomu hans í garð Orra Steins Óskarssonar í kvöld í leik liðsins gegn Osasuna. Real Sociedad tók á móti Osasuna í spænska bikarnum í kvöld og Orri Steinn, sem er nýstiginn upp úr meiðslum var á meðal varamanna Sociedad sem lentu snemma leiks tveimur mörkum undir. Þeir náðu hins vegar að minnka muninn og jafna svo leikinn í stöðuna 2-2 með mörkum frá Benat Turrientes og Igor Zubeldia á síðasta stundarfjórðungi venjulegs leiktíma og þar með knýja fram framlengingu. Orri Steinn hafði áður komið inn á sem varamaður í stöðunni 2-1 á 89.mínútu en við upphaf framlengingarinnar var hann tekinn af velli og var í raun aðeins nokkrar mínútur innan vallar. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Real Sociedad betur og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum spænska bikarsins. Sjá mátti stuðningsmenn Real Sociedad furða sig á ákvörðun Pellegrino Matarazzo, þjálfara liðsins, í færslum á samfélagsmiðlum og óljóst á þessari stundu hvers vegna hann ákvað að skipta Orra af velli skömmu eftir að hafa sett hann inn á. Hvort um sé að ræða meiðsli hjá landsliðsfyrirliðanum eða hvort að breytingin hafi verið af taktískum ástæðum verður að koma í ljós með tímanum. Hið minnsta virðast við fyrstu sýn meiðsli ekki hafa verið að plaga íslenska landsliðsfyrirliðann á nýjan leik en væntanlega verður Pellegrino spurður út í ástæðuna fyrir ákvörðun sinni í viðtölum seinna í kvöld. 🔄 91’ | 2-2 | Más cambios:➡️ Jon Martín.⬅️ Óskarsson.#CopaDelRey pic.twitter.com/EN0KwB1mqJ— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) January 13, 2026 „Rautt spjald á Pellegrino,“ skrifar einn stuðningsmaður Sociedad í færslu á X. „Hvernig hann kemur fram við Orra með þessu er óásættanlegt. Þetta er ekki rétta leiðin fyrir okkur til þess að fá níuna okkar til baka.“ Annar stuðningsmaður segir ákvörðun Pellegrino skammarlega. „Þú setur hann inn á í þeirri von um að jafna leikinn. Við jöfnum leikinn en í stað þess að halda honum inn á, tekur þú hann út af en ekki Mikel Oyarzabal. Vandræðalegt.“ Þá segist annar stuðningsmaður liðsins í kaldhæðni eiginlega vona að meiðsli séu að plaga Orra. „Því ef ekki þá ættu þið að rifta samningi hans og leyfa honum að finna hamingjuna á nýjum stað.“ Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Real Sociedad tók á móti Osasuna í spænska bikarnum í kvöld og Orri Steinn, sem er nýstiginn upp úr meiðslum var á meðal varamanna Sociedad sem lentu snemma leiks tveimur mörkum undir. Þeir náðu hins vegar að minnka muninn og jafna svo leikinn í stöðuna 2-2 með mörkum frá Benat Turrientes og Igor Zubeldia á síðasta stundarfjórðungi venjulegs leiktíma og þar með knýja fram framlengingu. Orri Steinn hafði áður komið inn á sem varamaður í stöðunni 2-1 á 89.mínútu en við upphaf framlengingarinnar var hann tekinn af velli og var í raun aðeins nokkrar mínútur innan vallar. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Real Sociedad betur og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum spænska bikarsins. Sjá mátti stuðningsmenn Real Sociedad furða sig á ákvörðun Pellegrino Matarazzo, þjálfara liðsins, í færslum á samfélagsmiðlum og óljóst á þessari stundu hvers vegna hann ákvað að skipta Orra af velli skömmu eftir að hafa sett hann inn á. Hvort um sé að ræða meiðsli hjá landsliðsfyrirliðanum eða hvort að breytingin hafi verið af taktískum ástæðum verður að koma í ljós með tímanum. Hið minnsta virðast við fyrstu sýn meiðsli ekki hafa verið að plaga íslenska landsliðsfyrirliðann á nýjan leik en væntanlega verður Pellegrino spurður út í ástæðuna fyrir ákvörðun sinni í viðtölum seinna í kvöld. 🔄 91’ | 2-2 | Más cambios:➡️ Jon Martín.⬅️ Óskarsson.#CopaDelRey pic.twitter.com/EN0KwB1mqJ— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) January 13, 2026 „Rautt spjald á Pellegrino,“ skrifar einn stuðningsmaður Sociedad í færslu á X. „Hvernig hann kemur fram við Orra með þessu er óásættanlegt. Þetta er ekki rétta leiðin fyrir okkur til þess að fá níuna okkar til baka.“ Annar stuðningsmaður segir ákvörðun Pellegrino skammarlega. „Þú setur hann inn á í þeirri von um að jafna leikinn. Við jöfnum leikinn en í stað þess að halda honum inn á, tekur þú hann út af en ekki Mikel Oyarzabal. Vandræðalegt.“ Þá segist annar stuðningsmaður liðsins í kaldhæðni eiginlega vona að meiðsli séu að plaga Orra. „Því ef ekki þá ættu þið að rifta samningi hans og leyfa honum að finna hamingjuna á nýjum stað.“
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira