Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 13. janúar 2026 15:05 Pétur Marteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir vilja bæði oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samsett Borgarstjóri Reykjavíkur neitar því að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á mótframbjóðanda sinn í oddvitaslag Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mótframbjóðandinn gefur lítið fyrir athugun lögmannanna á lóðum sem voru í eigu félags hans, málið skipti hann engu máli. „Mér finnst ekkert um það, það er ekkert í því. Það skiptir mig engu máli,“ segir Pétur Marteinsson, annar frambjóðandi til oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, aðspurður hvað honum finnist um að lögfræðingar Reykjavíkurborgar séu að skoða lóðir sem félag í hans eigu fékk úthlutað af borginni í Nýja Skerjafirðinum. Í byrjun árs greindi Heimildin frá því að Pétur hefði hagsmuna að gæta hvað varðar lóðauppbyggingu innan girðingar Reykjavíkurflugvallar. Félag í eigu Péturs fékk úthlutað lóð af borginni eftir sigur í hönnunarsamkeppni 2019. Í viðtali við Heimildina sagði Pétur að árið 2022 hefði hann leyst lóðirnar til Miðbæjareigna og hefði því ekki hagsmuna að gæta. Lóðirnar eru nú í eigu félagsins HOOS 1 ehf. sem er eins og Miðbæjareignir í eigu Guðmundar Inga Jónssonar og Þorláks Traustasonar í gegnum Kjöl fjárfestingarfélag. Pétur átti þó sæti í stjórn HOOS 1 ehf. eða allt þar til hann sagði af sér eftir að Heimildin fór að skoða málið. Þá var hann einnig í sambandi við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóra, varðandi lóðirnar þar til árið 2024 og þrýsti á hann að koma uppbyggingunni í framkvæmd. Heiða Björg staðfesti í viðtali við Mbl á dögunum, að lögfræðingar Reykjavíkurborgar hefðu til skoðunar hvort að Pétri hafi verið heimilt að láta annað félag fá lóðirnar. Í samtali við fréttastofu neitar Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi til oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að lögfræðingarnir væru að skoða mál Péturs að hennar beiðni. „Nei, alls ekki.“ Viti lítið um mál Péturs Heiða segist hafa verið spurð út í málið, meðal annars af blaðamönnum mbl.is, en segist ekki vita nægilega mikið um málið til að tjá sig. Hún telur eðlilegra að samskiptafulltrúi Reykjavíkurborgar svari öllum fyrirspurnum fjölmiðla. „Þannig ég er ekkert að gramsa í þessu. Ég veit að þessar spurningar hafa komið þangað og borginni ber að svara öllu,“ segir Heiða við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann Sýnar sem ræðir við bæði Heiðu og Pétur um framboð þeirra fyrir sjónvarpsþáttinn Íslandi í dag að loknum sjónvarpsfréttum í kvöld. Hún segist þó hafa almennt aflað sér upplýsinga um úthlutun lóða af hálfu borgarinnar. Ætlunin sé að gera það skýrar í reglum að ef lóð sé úthlutað í uppbyggingu en hún ekki nýtt þurfi að skila lóðinni aftur til borgarinnar sem sjái um að úthluta henni öðrum. „Það hefur loðað við, ég er ekki að tala um Pétur á neinn hátt eða þetta mál, ég þekki það bara ekki, en það hefur loðað við að fólk sé að sitja á lóðum of lengi. Ef þær eru innan girðingar flugvallar getur þú lítið breytt því en ég er að meina inni í borginni.“ Sneri sér að öðrum verkefnum eftir tafir Pétur gefur lítið fyrir að lögfræðingarnir séu að skoða hvort Miðbæjareignir hafi mátt leysa út lóðina. „Við unnum samkeppni um hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur 2018 og þá voru nokkrar lóðir í Reykjavík sem við gátum valið og við veljum Nýja Skerjafjörð vegna þess að það var komið lengst í skipulagi og við gerðum ráð fyrir að geta hafist handa, kannski byrjað að byggja 2020,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Hann, auk tveggja annarra, hafi farið í mikla fjárfestingu og unnið að verkefninu með arkitektum og verkfræðingum. Síðan hafi farið að bera á töfum svo árið 2022 ákváðu Pétur og félagar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Það er einhver að skoða þetta og mér er alveg sama því það er ekkert í þessu. Þannig að núna er ég bara að hugsa um þetta prófkjör og hlakka til, þetta er nýtt fyrir mig. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Jarða- og lóðamál Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
„Mér finnst ekkert um það, það er ekkert í því. Það skiptir mig engu máli,“ segir Pétur Marteinsson, annar frambjóðandi til oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, aðspurður hvað honum finnist um að lögfræðingar Reykjavíkurborgar séu að skoða lóðir sem félag í hans eigu fékk úthlutað af borginni í Nýja Skerjafirðinum. Í byrjun árs greindi Heimildin frá því að Pétur hefði hagsmuna að gæta hvað varðar lóðauppbyggingu innan girðingar Reykjavíkurflugvallar. Félag í eigu Péturs fékk úthlutað lóð af borginni eftir sigur í hönnunarsamkeppni 2019. Í viðtali við Heimildina sagði Pétur að árið 2022 hefði hann leyst lóðirnar til Miðbæjareigna og hefði því ekki hagsmuna að gæta. Lóðirnar eru nú í eigu félagsins HOOS 1 ehf. sem er eins og Miðbæjareignir í eigu Guðmundar Inga Jónssonar og Þorláks Traustasonar í gegnum Kjöl fjárfestingarfélag. Pétur átti þó sæti í stjórn HOOS 1 ehf. eða allt þar til hann sagði af sér eftir að Heimildin fór að skoða málið. Þá var hann einnig í sambandi við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóra, varðandi lóðirnar þar til árið 2024 og þrýsti á hann að koma uppbyggingunni í framkvæmd. Heiða Björg staðfesti í viðtali við Mbl á dögunum, að lögfræðingar Reykjavíkurborgar hefðu til skoðunar hvort að Pétri hafi verið heimilt að láta annað félag fá lóðirnar. Í samtali við fréttastofu neitar Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi til oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að lögfræðingarnir væru að skoða mál Péturs að hennar beiðni. „Nei, alls ekki.“ Viti lítið um mál Péturs Heiða segist hafa verið spurð út í málið, meðal annars af blaðamönnum mbl.is, en segist ekki vita nægilega mikið um málið til að tjá sig. Hún telur eðlilegra að samskiptafulltrúi Reykjavíkurborgar svari öllum fyrirspurnum fjölmiðla. „Þannig ég er ekkert að gramsa í þessu. Ég veit að þessar spurningar hafa komið þangað og borginni ber að svara öllu,“ segir Heiða við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann Sýnar sem ræðir við bæði Heiðu og Pétur um framboð þeirra fyrir sjónvarpsþáttinn Íslandi í dag að loknum sjónvarpsfréttum í kvöld. Hún segist þó hafa almennt aflað sér upplýsinga um úthlutun lóða af hálfu borgarinnar. Ætlunin sé að gera það skýrar í reglum að ef lóð sé úthlutað í uppbyggingu en hún ekki nýtt þurfi að skila lóðinni aftur til borgarinnar sem sjái um að úthluta henni öðrum. „Það hefur loðað við, ég er ekki að tala um Pétur á neinn hátt eða þetta mál, ég þekki það bara ekki, en það hefur loðað við að fólk sé að sitja á lóðum of lengi. Ef þær eru innan girðingar flugvallar getur þú lítið breytt því en ég er að meina inni í borginni.“ Sneri sér að öðrum verkefnum eftir tafir Pétur gefur lítið fyrir að lögfræðingarnir séu að skoða hvort Miðbæjareignir hafi mátt leysa út lóðina. „Við unnum samkeppni um hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur 2018 og þá voru nokkrar lóðir í Reykjavík sem við gátum valið og við veljum Nýja Skerjafjörð vegna þess að það var komið lengst í skipulagi og við gerðum ráð fyrir að geta hafist handa, kannski byrjað að byggja 2020,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Hann, auk tveggja annarra, hafi farið í mikla fjárfestingu og unnið að verkefninu með arkitektum og verkfræðingum. Síðan hafi farið að bera á töfum svo árið 2022 ákváðu Pétur og félagar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Það er einhver að skoða þetta og mér er alveg sama því það er ekkert í þessu. Þannig að núna er ég bara að hugsa um þetta prófkjör og hlakka til, þetta er nýtt fyrir mig.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Jarða- og lóðamál Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira