Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2026 14:42 Einar Þorsteinsson sækist áfram eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Einar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki. Á kjördæmisþinginu verður kosið um efstu fjögur sæti á lista flokksins í Reykjavík og restinni verður stillt upp, að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík. „Ég á ekki von á mótframboði en það náttúrlega er alltaf áhugi á því að taka þátt í borgarmálunum og það er áhugi hjá okkur þó að það hafi enginn annar gefið sig upp um að vilja fyrsta sætið. Þannig það verður bara að koma í ljós,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann skynji mikinn meðbyr frá grasrótinni og hann vilji halda ótrauður áfram að fylgja eftir áherslum Framsóknar í borginni. Framboðsfrestur til að gefa kost á sér í efstu fjögur sæti á lista flokksins í Reykjavík rennur út þann 23. janúar. Nýr oddviti Samfylkingar myndi litlu breyta um afstöðuna Hann segist standa keikur við það sem hann hafi áður sagt um að gera þurfi breytingar í borginni, og til að svo megi verða sé ómögulegt að vinna með Samfylkingunni. Sú afstaða hafi ekkert breyst, hvort sem mannabreytingar verði hjá Samfylkingunni eða ekki, en Pétur Marteinsson hefur boðið sig fram til oddvita Samfylkingarinnar á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra flokksins. „Ég hef nú eiginlega ekki heyrt þessa frambjóðendur tala mikið um pólitík. Þeir tala kannski meira bara um sjálfa sig,“ segir Einar. „Ég veit ekkert fyrir hvað Pétur stendur en ég veit hins vegar hvað Heiða stendur fyrir og það eru engar breytingar og frekar laus tök á stjórn borgarinnar.“ Það sé reynsla Framsóknar að þeim hafi ekki tekist að koma breytingum til leiðar í gegnum meirihlutasamstarfið í borginni, sem Einar að endingu sleit, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að það hafi breyst. „Þannig að ég held að við þurfum að tala skýrt í Framsókn um það að við munum ekki fara í samstarf á þessum forsendum sem Samfylkingin hefur stýrt borginni undanfarna áratugi.“ Fylgi Framsóknarflokksins í borginni hefur dalað verulega samkvæmt skoðanakönnunum eftir afar gott gengi flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum 2022, þegar Framsókn fékk ríflega 18% atkvæða í Reykjavík. Einar kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af fylginu. Kannanir minni helst á völvuspá en tekur undir með spákonu „Síðustu kosningar voru náttúrlega alveg einstakar,“ sagði Einar. Hann telji þær skoðanakannanir sem verið sé að gera núna markist eflaust að einhverju leyti af því sem sé að gerast í landsmálunum. „Núna er verið að mæla fylgi flokkanna í borginni á þeim tímapunkti þegar flokkarnir eru hvorki búnir að stilla upp sínum listum né leggja fram málefnaáherslurnar, þannig ég held að þetta sé dálítið eins og þegar völvan er að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Einar. Þrátt fyrir þennan fyrirvara segist Einar þó glaður taka undir orð spákonunnar sem var til viðtals í Íslandi í dag á dögunum þar sem hún sagði að best væri fyrir borgarbúa ef að Einar Þorsteinsson myndi setjast aftur í borgarstjórastól. „Ég held að þetta hljóti að vera skrifað í stjörnurnar og hvet borgarbúa bara til að fylgja þessum góðu ráðum spákonunnar sem að augljóslega veit hverju borgarbúar þurfa á að halda,“ segir Einar og hlær. Áfram um að fella þurfi meirihlutann Að öllu gamni slepptu þá horfi hann þó ekki fram hjá því að staða flokksins samkvæmt mælingum sé ekki eins góð og hann hefði viljað. „En ég trúi því að þegar við förum að tala um framtíðina og hvað þarf að gerast á næsta kjörtímabili til þess að hægt sé að mynda meirihluta sem getur fellt núverandi meirihluta að þá átti kjósendur sig á því að þær hugmyndir sem að við í Framsókn erum að berjast fyrir þær eru í takti við það sem að kjósendur vilja,“ segir Einar. „Það er bara ennþá uppi krafan um breytingar í Reykjavík. En breytingar verða ekki knúnar áfram í samstarfi við Samfylkingu og þá flokka sem að stjórna borginni núna.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Á kjördæmisþinginu verður kosið um efstu fjögur sæti á lista flokksins í Reykjavík og restinni verður stillt upp, að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík. „Ég á ekki von á mótframboði en það náttúrlega er alltaf áhugi á því að taka þátt í borgarmálunum og það er áhugi hjá okkur þó að það hafi enginn annar gefið sig upp um að vilja fyrsta sætið. Þannig það verður bara að koma í ljós,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann skynji mikinn meðbyr frá grasrótinni og hann vilji halda ótrauður áfram að fylgja eftir áherslum Framsóknar í borginni. Framboðsfrestur til að gefa kost á sér í efstu fjögur sæti á lista flokksins í Reykjavík rennur út þann 23. janúar. Nýr oddviti Samfylkingar myndi litlu breyta um afstöðuna Hann segist standa keikur við það sem hann hafi áður sagt um að gera þurfi breytingar í borginni, og til að svo megi verða sé ómögulegt að vinna með Samfylkingunni. Sú afstaða hafi ekkert breyst, hvort sem mannabreytingar verði hjá Samfylkingunni eða ekki, en Pétur Marteinsson hefur boðið sig fram til oddvita Samfylkingarinnar á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra flokksins. „Ég hef nú eiginlega ekki heyrt þessa frambjóðendur tala mikið um pólitík. Þeir tala kannski meira bara um sjálfa sig,“ segir Einar. „Ég veit ekkert fyrir hvað Pétur stendur en ég veit hins vegar hvað Heiða stendur fyrir og það eru engar breytingar og frekar laus tök á stjórn borgarinnar.“ Það sé reynsla Framsóknar að þeim hafi ekki tekist að koma breytingum til leiðar í gegnum meirihlutasamstarfið í borginni, sem Einar að endingu sleit, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að það hafi breyst. „Þannig að ég held að við þurfum að tala skýrt í Framsókn um það að við munum ekki fara í samstarf á þessum forsendum sem Samfylkingin hefur stýrt borginni undanfarna áratugi.“ Fylgi Framsóknarflokksins í borginni hefur dalað verulega samkvæmt skoðanakönnunum eftir afar gott gengi flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum 2022, þegar Framsókn fékk ríflega 18% atkvæða í Reykjavík. Einar kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af fylginu. Kannanir minni helst á völvuspá en tekur undir með spákonu „Síðustu kosningar voru náttúrlega alveg einstakar,“ sagði Einar. Hann telji þær skoðanakannanir sem verið sé að gera núna markist eflaust að einhverju leyti af því sem sé að gerast í landsmálunum. „Núna er verið að mæla fylgi flokkanna í borginni á þeim tímapunkti þegar flokkarnir eru hvorki búnir að stilla upp sínum listum né leggja fram málefnaáherslurnar, þannig ég held að þetta sé dálítið eins og þegar völvan er að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Einar. Þrátt fyrir þennan fyrirvara segist Einar þó glaður taka undir orð spákonunnar sem var til viðtals í Íslandi í dag á dögunum þar sem hún sagði að best væri fyrir borgarbúa ef að Einar Þorsteinsson myndi setjast aftur í borgarstjórastól. „Ég held að þetta hljóti að vera skrifað í stjörnurnar og hvet borgarbúa bara til að fylgja þessum góðu ráðum spákonunnar sem að augljóslega veit hverju borgarbúar þurfa á að halda,“ segir Einar og hlær. Áfram um að fella þurfi meirihlutann Að öllu gamni slepptu þá horfi hann þó ekki fram hjá því að staða flokksins samkvæmt mælingum sé ekki eins góð og hann hefði viljað. „En ég trúi því að þegar við förum að tala um framtíðina og hvað þarf að gerast á næsta kjörtímabili til þess að hægt sé að mynda meirihluta sem getur fellt núverandi meirihluta að þá átti kjósendur sig á því að þær hugmyndir sem að við í Framsókn erum að berjast fyrir þær eru í takti við það sem að kjósendur vilja,“ segir Einar. „Það er bara ennþá uppi krafan um breytingar í Reykjavík. En breytingar verða ekki knúnar áfram í samstarfi við Samfylkingu og þá flokka sem að stjórna borginni núna.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira