Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2026 20:00 Hrefna Friðriksdóttir er prófessor í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Prófessor og sérfræðingur í sifjarétti segist ekki sjá fyrir sér að erfðafræðileg tengsl foreldra við barn sitt gætu ráðið úrslitum í forsjármáli á Íslandi. Hæstiréttur í Noregi hefur nú mál til umfjöllunar þar sem móðir hefur óskað eftir áliti á því hvort dómara á lægra dómstigi var heimilt að horfa til blóðtengsla þegar hann dæmdi föður forsjá. Umrætt forsjármál varðar barn sem kom undir með aðstoð gervifrjóvgunar, þar sem notast var við sæði föðurins og gjafaegg. Leiðir foreldranna skildu og virðast samskipti þeirra hafa verið afar erfið síðan, ekki síst varðandi forsjá barnsins. Bæði móðirin og faðirinn voru metin hæf til að fara með forsjá barnsins en áfrýjunardómstóll í Hálogalandi komst að þeirri niðurstöðu að það væri barninu fyrir bestu að dvelja hjá föðurnum. Vísaði hann meðal annars til þess að móðirin hefði flutt á brott með barnið, þrátt fyrir að hún hefði fengið leyfi til þess af heilsufarsástæðum. Dómarinn sagði forræði föðurins líklegra til að tryggja umgengnisrétt beggja en víkur einnig að því í úrskurði sínum að það sé mikilvægt að viðhalda þeim blóðtengslum sem tengja barnið og föðurinn. Réðu ekki úrslitum Hrefna Friðriksdóttir, prófessor og sérfræðingur í sifjarétti, bendir á að umrætt atriði hafi ekki ráðið úrslitum í málinu en það sé engu að síður afar óvenjulegt að erfðafræðileg tengsl barnsins við föðurinn séu nefnd sérstalega. Úrskurðurinn hefur enda vakið mikla athygli í Noregi og lögmaður móðurinnar bent á að ef dómstólar fari að horfa til blóðtengsla við ákvörðun um forsjá, sé hætt við því að til verði A og B flokkar foreldra. Þannig myndu þeir foreldrar sem geta ekki lagt til kynfrumu bera skaðann af því í forsjármálum, að því gefnu að jafnt væri á með foreldrunum að öðru leyti. Þetta myndi hafa verulegar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga sem glíma við ófrjósemi og samkynja pör, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Hrefnu hefur þessum rökum ekki verið beitt hér á landi og hún sér ekki fyrir sér að þau yrðu látin ráða niðurstöðu. „Þessa er sannarlega getið í málinu, í samhengi við hvort foreldrið sé líklegra til að styðja við foreldrasamstarfið. Því foreldrasamstarfið hafði verið slæmt í þessu máli,“ segir Hrefna. „Það þótti mikilvægt að tryggja að barnið myndi ekki missa samband við föður sinn og þá er þetta nefnt í því samhengi; að hann hafi nánustu líffræðilegu tengsl við barnið, hann og hans fjölskylda.“ Hrefna ítrekar að tekið sé fram í dómnum að hin erfðafræðilegu tengsl hafi ekki ráðið úrslitum. „Þannig að þetta er nefnt, sem staðreynd, að þau séu til staðar en það að segja að vegna líffræðilegra tengsla þá sé sérstaklega mikilvægt að hlúa að þessu foreldrasambandi, það er óvenjulegt.“ Tengsl og afstaða mikilvægari en erfðir Hrefna bendir á að þegar um sé að ræða „hefðbundinn“ getnað sé samfélagið og kerfið afar upptekið af líffræðilegum tengslum. „Um leið og það fæðist barn þá erum við mjög upptekin af því að það eigi ákveðna foreldra,“ segir hún. Sá einstaklingur sem gekk með barnið og fæddi það sé móðir þess og ef hún er gift eða í sambúð með manni sé líklegast að sá sé faðirinn. Ef það komi hins vegar í ljós að einhver annar sé mögulega faðir barnsins, sé hægt að knýja fram breytingu á foreldrastöðu á grundvelli nýrra upplýsinga um líffræðileg tengsl. Þau skipti þannig höfuðmáli. Annað gildi hins vegar þegar um er að ræða tæknifrjóvgun. „Þá erum við með skýrar reglur um að þau sem standa að þessu verða foreldrar barnsins og um leið erum við búin að segja að kynfrumugjafarnir séu það alls ekki,“ segir Hrefna. Í þeim tilvikum sé útilokað að líffræðileg tengsl veiti kynfrumugjöfunum réttindi þegar kemur að barninu. Þegar tveir einstaklingar ákveði að eignast saman barn með aðstoð tæknifrjóvgunar, verði þeir báðir jafnir foreldrar barnsins. Hvað varðar forsjármál séu það tengslin milli foreldris og barns almennt, ekki líffræðileg tengsl, sem skipta máli. Ef staðan væri sú að foreldri hefði aldrei myndað tengsl við barn sitt eða að tengslin hefðu rofnað, þá væri það eitthvað sem þyrfti að skoða. Þannig mætti einnig ímynda sér að það gæti gerst að foreldri sem eignaðist barn með kynfrumugjöf myndaði ekki tengsl við það. „Það er ekkert útilokað að sú staða komi upp,“ segir Hrefna. „En þá myndi niðurstaðan ráðast af tengslum, ef foreldrið sjálft myndi velja að draga sig í hlé og ekki sinna hlutverki sínu eins og því ber að gera.“ Það hefði hins vegar ekki átt við í málinu í Noregi. NRK greindi frá dómnum. Noregur Dómsmál Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Umrætt forsjármál varðar barn sem kom undir með aðstoð gervifrjóvgunar, þar sem notast var við sæði föðurins og gjafaegg. Leiðir foreldranna skildu og virðast samskipti þeirra hafa verið afar erfið síðan, ekki síst varðandi forsjá barnsins. Bæði móðirin og faðirinn voru metin hæf til að fara með forsjá barnsins en áfrýjunardómstóll í Hálogalandi komst að þeirri niðurstöðu að það væri barninu fyrir bestu að dvelja hjá föðurnum. Vísaði hann meðal annars til þess að móðirin hefði flutt á brott með barnið, þrátt fyrir að hún hefði fengið leyfi til þess af heilsufarsástæðum. Dómarinn sagði forræði föðurins líklegra til að tryggja umgengnisrétt beggja en víkur einnig að því í úrskurði sínum að það sé mikilvægt að viðhalda þeim blóðtengslum sem tengja barnið og föðurinn. Réðu ekki úrslitum Hrefna Friðriksdóttir, prófessor og sérfræðingur í sifjarétti, bendir á að umrætt atriði hafi ekki ráðið úrslitum í málinu en það sé engu að síður afar óvenjulegt að erfðafræðileg tengsl barnsins við föðurinn séu nefnd sérstalega. Úrskurðurinn hefur enda vakið mikla athygli í Noregi og lögmaður móðurinnar bent á að ef dómstólar fari að horfa til blóðtengsla við ákvörðun um forsjá, sé hætt við því að til verði A og B flokkar foreldra. Þannig myndu þeir foreldrar sem geta ekki lagt til kynfrumu bera skaðann af því í forsjármálum, að því gefnu að jafnt væri á með foreldrunum að öðru leyti. Þetta myndi hafa verulegar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga sem glíma við ófrjósemi og samkynja pör, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Hrefnu hefur þessum rökum ekki verið beitt hér á landi og hún sér ekki fyrir sér að þau yrðu látin ráða niðurstöðu. „Þessa er sannarlega getið í málinu, í samhengi við hvort foreldrið sé líklegra til að styðja við foreldrasamstarfið. Því foreldrasamstarfið hafði verið slæmt í þessu máli,“ segir Hrefna. „Það þótti mikilvægt að tryggja að barnið myndi ekki missa samband við föður sinn og þá er þetta nefnt í því samhengi; að hann hafi nánustu líffræðilegu tengsl við barnið, hann og hans fjölskylda.“ Hrefna ítrekar að tekið sé fram í dómnum að hin erfðafræðilegu tengsl hafi ekki ráðið úrslitum. „Þannig að þetta er nefnt, sem staðreynd, að þau séu til staðar en það að segja að vegna líffræðilegra tengsla þá sé sérstaklega mikilvægt að hlúa að þessu foreldrasambandi, það er óvenjulegt.“ Tengsl og afstaða mikilvægari en erfðir Hrefna bendir á að þegar um sé að ræða „hefðbundinn“ getnað sé samfélagið og kerfið afar upptekið af líffræðilegum tengslum. „Um leið og það fæðist barn þá erum við mjög upptekin af því að það eigi ákveðna foreldra,“ segir hún. Sá einstaklingur sem gekk með barnið og fæddi það sé móðir þess og ef hún er gift eða í sambúð með manni sé líklegast að sá sé faðirinn. Ef það komi hins vegar í ljós að einhver annar sé mögulega faðir barnsins, sé hægt að knýja fram breytingu á foreldrastöðu á grundvelli nýrra upplýsinga um líffræðileg tengsl. Þau skipti þannig höfuðmáli. Annað gildi hins vegar þegar um er að ræða tæknifrjóvgun. „Þá erum við með skýrar reglur um að þau sem standa að þessu verða foreldrar barnsins og um leið erum við búin að segja að kynfrumugjafarnir séu það alls ekki,“ segir Hrefna. Í þeim tilvikum sé útilokað að líffræðileg tengsl veiti kynfrumugjöfunum réttindi þegar kemur að barninu. Þegar tveir einstaklingar ákveði að eignast saman barn með aðstoð tæknifrjóvgunar, verði þeir báðir jafnir foreldrar barnsins. Hvað varðar forsjármál séu það tengslin milli foreldris og barns almennt, ekki líffræðileg tengsl, sem skipta máli. Ef staðan væri sú að foreldri hefði aldrei myndað tengsl við barn sitt eða að tengslin hefðu rofnað, þá væri það eitthvað sem þyrfti að skoða. Þannig mætti einnig ímynda sér að það gæti gerst að foreldri sem eignaðist barn með kynfrumugjöf myndaði ekki tengsl við það. „Það er ekkert útilokað að sú staða komi upp,“ segir Hrefna. „En þá myndi niðurstaðan ráðast af tengslum, ef foreldrið sjálft myndi velja að draga sig í hlé og ekki sinna hlutverki sínu eins og því ber að gera.“ Það hefði hins vegar ekki átt við í málinu í Noregi. NRK greindi frá dómnum.
Noregur Dómsmál Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira