Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. janúar 2026 20:59 Það er símabann í Álftamýrarskóla. vísir/bjarni Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira