Fótbolti

Skotar fá frí­dag vegna HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þessi hressi Skoti og landar hans geta tekið vel á því á meðan leiknum gegn Haítum á HM stendur. Daginn eftir fá þeir nefnilega frí.
Þessi hressi Skoti og landar hans geta tekið vel á því á meðan leiknum gegn Haítum á HM stendur. Daginn eftir fá þeir nefnilega frí. getty/Jane Barlow

Til að fagna því að vera komnir á heimsmeistaramótið í fótbolta í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár fá Skotar auka frídag.

Skotland mætir Haítí í fyrsta leik sínum á HM 14. júní. Æðsti ráðherra Skotlands, John Swinney, hefur lagt til að 15. júní verði gerður að frídegi.

Það verður að veruleika ef Bretakonungur samþykkir tillöguna.

Skotland tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn í 28 ár með dramatískum 4-2 sigri á Danmörku á Hampden Park í nóvember síðastliðnum.

Skotland lenti í riðli með Haítí, Marokkó og Brasilíu á HM næsta sumar.

Fyrsti leikur Skota er gegn Haítum í Boston 14. júní. Fimm dögum seinna mæta Skotar Marokkóum á sama stað og þann 24. júní ljúka þeir leik í riðlakeppninni gegn Brasilíumönnum í Miami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×