Innlent

Sprengdu upp klósett í grunn­skóla

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ungmenni eru talin hafa sprengt upp klósett.
Ungmenni eru talin hafa sprengt upp klósett. Getty

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ungmenni sem sprengdu upp klósett í grunnskóla í efri byggðum Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hverjir stóðu fyrir sprengingunni. Tilkynningin barst í umdæmi lögreglustöðvar fjögur sem nær yfir Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Norðlingaholt, Mosfellsbæ, Kjósahrepp og Kjalarnes.

Í sömu hverfum varð þriggja bíla árekstur. Eitthvert eignatjón varð og voru tveir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans.

Tilkynnt var um rúðubrot í skartgripaverslun í umdæmi lögreglunnar í Vesturbæ. Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Viðkomandi komst ekki inn í verslunina og var farinn af vettvangi þegar lögregla kom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×