Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Lovísa Arnardóttir skrifar 5. janúar 2026 15:42 Bráðum getur fólk skellt sér á skíði í Ártúnsbrekkunni. Það er þó líklegra lengra í að það verði hægt í Bláfjöllum, þar sem myndin er tekin. Vísir/Einar Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði. Nils Óskar Nilsson, verkefnastjóri hjá menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar, segir snjóframleiðsluna ganga vel í Ártúnsbrekkunni. „Það verður opnað í vikunni. En við ætlum að gefa okkur nægjanlegan tíma til þess að þekja þetta vel og búa til ágætis magn af snjó þannig að við sjáum fram á að geta haft opið mögulega lengur,“ segir hann. Starfsfólk miði við að opna á miðvikudag en það geti orðið seinna. Ekki er hægt að leigja búnað á svæðinu eins og í Bláfjöllum en munurinn sé einnig sá að fólk greiðir ekkert fyrir að fara í brekkurnar innan borgarmarkanna. Nils segir verslanir eins og Everest og Fjallakofann með leigur. Hann segir borgina stefna á að vera með sína leigu en það verði í tengslum við Vetrargarðinn sem á að rísa í Breiðholti. Hann segir brekkuna í Ártúnsbrekku henta bæði fullorðnum og börnum, á skíðum og brettum. Hann segir brekkuna henta breiðu getustigi og sé sérstaklega fyrir krakka. „En þetta er sennilega brattasta brekkan okkar hérna í bænum. Það kemur stallur sem er smá brattur, en hún er aflíðandi eftir það.“ Tilraunaverkefni í snjóframleiðslu Nils segist spenntur að geta loks opnað brekkuna en skíðasvæðin hafa verið lokuð í nær allan vetur utan þess þegar það snjóaði í október. „Það verður algjörlega frábært að geta opnað og að fá sem flesta út á skíði eða snjóbretti. Við náðum að hafa opnað fjóra daga núna í þessu snjóbrjálæði sem kom þarna í október,“ segir Nils. Haldist hitastigið svipað og veðrið sjái þeir fram á að geta haldið snjóframleiðslunni áfram og geta þá haft opið í nokkra daga. „Við erum í tilraunafasa með þetta verkefni, fáum dygga aðstoð frá Skíðasvæðinu í Bláfjöllum, en innan borgarmarkanna þá er þetta tilraunaverkefni og er svolítið samhangandi við það sem við sáum fyrir okkur rísa í Vetrargarðinum í Breiðholti. Við þurfum bara að sjá hvernig hitastigið í borginni fer með svona snjóbyssusnjó og hvernig þetta mun þróast. En eins og þetta lítur út núna, þá er þetta bara fáránlega flott og mun alveg svínvirka.“ Vetrargarðurinn í Breiðholti á að líta svona út. Reykjavíkurborg Erfiður vetur í Bláfjöllum Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, segir veturinn ekki hafa gengið vel og hann bíði spenntur eftir því að geta opnað. Það hafi verið mikil vonbrigði þegar það kom þriggja vikna rigning í desember og öll snjóframsleiðslan hafi bráðnað. Hún hafi hafist aftur á nýársdag og standi enn yfir. „Við hættum í gær um þrjú eða fjögur en byrjuðum aftur í morgun,“ segir hann og að það hafi hlýnað skart í gær. „Við búumst við að vinna fram yfir fram á miðjan dag á morgun en þá er bara komið algert skítaveður í bili,“ segir hann. Hann segir að búið sé að framleiða í barnasvæðið, í kringum skálann, færibönd og tvær lyftur og hann sjái fram á að geta opnað það fljótlega. „Við vorum tilbúnir fyrir jól og þá var meira að segja búið að troða brekkurnar þar sem hægt var að opna, en þá bara byrjaði þessi þriggja vikna rigning og hún eyddi einfaldlega öllum snjó sem var í fjallinu. Það fór ekki vel með okkur. Þetta voru mjög erfið jól fyrir okkur sem vinnum í fjöllunum.“ Snjóleysið erfitt á sálin Hann segir það sama hafa átt við í Hlíðarfjalli á Akureyri en þar hafi verið búið að opna og stefni í að opna á næstu dögum. Staðan sé þannig aðeins betri þar. „Þetta fer alveg á sálina á manni að það geti ekki snjóað almennilega.“ Hann segir þetta hafa gerst áður en það sé leiðinlegt þegar fólk er búið að vinna að því að gera svæðið klárt og þriggja vikna rigning eyðileggi þá vinnu án þess að nokkur komist á skíði. Snjóframleiðslan gengur vel i Bláfjöllum en þarf að vera í gangi aðeins lengur svo hægt verði að opna. Vísir/Viktor Freyr Einar segir erfitt að setja út einhverja ákveðna dagsetningu um opnun. Það fari eftir veðri og hitastigi. Það taki nokkra daga að byggja upp alla öxlina og svæðið. Hann vonist þó til þess að geta opnað fljótlega. Á meðan fólk bíði geti það vonandi nýtt sér skíðasvæðið í Ártúnsbrekku. Þeir láni snjótroðara þangað í vikunni til að gera brekkuna klára. „Það hefur verið mjög mikið að gera í þessum skíðalyftum í borginni þegar þær eru opnar. Það er bara magnað og frábært. Það er frítt í þetta þannig að þetta er stökkpallur fyrir kúnna áður en þeir koma til okkar,“ segir hann að lokum. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Nils Óskar Nilsson, verkefnastjóri hjá menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar, segir snjóframleiðsluna ganga vel í Ártúnsbrekkunni. „Það verður opnað í vikunni. En við ætlum að gefa okkur nægjanlegan tíma til þess að þekja þetta vel og búa til ágætis magn af snjó þannig að við sjáum fram á að geta haft opið mögulega lengur,“ segir hann. Starfsfólk miði við að opna á miðvikudag en það geti orðið seinna. Ekki er hægt að leigja búnað á svæðinu eins og í Bláfjöllum en munurinn sé einnig sá að fólk greiðir ekkert fyrir að fara í brekkurnar innan borgarmarkanna. Nils segir verslanir eins og Everest og Fjallakofann með leigur. Hann segir borgina stefna á að vera með sína leigu en það verði í tengslum við Vetrargarðinn sem á að rísa í Breiðholti. Hann segir brekkuna í Ártúnsbrekku henta bæði fullorðnum og börnum, á skíðum og brettum. Hann segir brekkuna henta breiðu getustigi og sé sérstaklega fyrir krakka. „En þetta er sennilega brattasta brekkan okkar hérna í bænum. Það kemur stallur sem er smá brattur, en hún er aflíðandi eftir það.“ Tilraunaverkefni í snjóframleiðslu Nils segist spenntur að geta loks opnað brekkuna en skíðasvæðin hafa verið lokuð í nær allan vetur utan þess þegar það snjóaði í október. „Það verður algjörlega frábært að geta opnað og að fá sem flesta út á skíði eða snjóbretti. Við náðum að hafa opnað fjóra daga núna í þessu snjóbrjálæði sem kom þarna í október,“ segir Nils. Haldist hitastigið svipað og veðrið sjái þeir fram á að geta haldið snjóframleiðslunni áfram og geta þá haft opið í nokkra daga. „Við erum í tilraunafasa með þetta verkefni, fáum dygga aðstoð frá Skíðasvæðinu í Bláfjöllum, en innan borgarmarkanna þá er þetta tilraunaverkefni og er svolítið samhangandi við það sem við sáum fyrir okkur rísa í Vetrargarðinum í Breiðholti. Við þurfum bara að sjá hvernig hitastigið í borginni fer með svona snjóbyssusnjó og hvernig þetta mun þróast. En eins og þetta lítur út núna, þá er þetta bara fáránlega flott og mun alveg svínvirka.“ Vetrargarðurinn í Breiðholti á að líta svona út. Reykjavíkurborg Erfiður vetur í Bláfjöllum Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, segir veturinn ekki hafa gengið vel og hann bíði spenntur eftir því að geta opnað. Það hafi verið mikil vonbrigði þegar það kom þriggja vikna rigning í desember og öll snjóframsleiðslan hafi bráðnað. Hún hafi hafist aftur á nýársdag og standi enn yfir. „Við hættum í gær um þrjú eða fjögur en byrjuðum aftur í morgun,“ segir hann og að það hafi hlýnað skart í gær. „Við búumst við að vinna fram yfir fram á miðjan dag á morgun en þá er bara komið algert skítaveður í bili,“ segir hann. Hann segir að búið sé að framleiða í barnasvæðið, í kringum skálann, færibönd og tvær lyftur og hann sjái fram á að geta opnað það fljótlega. „Við vorum tilbúnir fyrir jól og þá var meira að segja búið að troða brekkurnar þar sem hægt var að opna, en þá bara byrjaði þessi þriggja vikna rigning og hún eyddi einfaldlega öllum snjó sem var í fjallinu. Það fór ekki vel með okkur. Þetta voru mjög erfið jól fyrir okkur sem vinnum í fjöllunum.“ Snjóleysið erfitt á sálin Hann segir það sama hafa átt við í Hlíðarfjalli á Akureyri en þar hafi verið búið að opna og stefni í að opna á næstu dögum. Staðan sé þannig aðeins betri þar. „Þetta fer alveg á sálina á manni að það geti ekki snjóað almennilega.“ Hann segir þetta hafa gerst áður en það sé leiðinlegt þegar fólk er búið að vinna að því að gera svæðið klárt og þriggja vikna rigning eyðileggi þá vinnu án þess að nokkur komist á skíði. Snjóframleiðslan gengur vel i Bláfjöllum en þarf að vera í gangi aðeins lengur svo hægt verði að opna. Vísir/Viktor Freyr Einar segir erfitt að setja út einhverja ákveðna dagsetningu um opnun. Það fari eftir veðri og hitastigi. Það taki nokkra daga að byggja upp alla öxlina og svæðið. Hann vonist þó til þess að geta opnað fljótlega. Á meðan fólk bíði geti það vonandi nýtt sér skíðasvæðið í Ártúnsbrekku. Þeir láni snjótroðara þangað í vikunni til að gera brekkuna klára. „Það hefur verið mjög mikið að gera í þessum skíðalyftum í borginni þegar þær eru opnar. Það er bara magnað og frábært. Það er frítt í þetta þannig að þetta er stökkpallur fyrir kúnna áður en þeir koma til okkar,“ segir hann að lokum.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira