Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2026 12:26 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, var handsamaður af bandaríska hernum og fluttur til New York á laugardag. Hann verður leiddur fyrir dómara síðar í dag. AP Photo/Ariana Cubillos Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela, mun í dag sverja embættiseið og taka við sem forseti landsins. Nicolas Maduro forseti Venesúela, sem var handsamaður af Bandaríkjamönnum um helgina, mætir fyrir dómara í New York í dag. Rodríguez sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hún virðist rétt fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að Bandaríkjamenn réðust inn í Venesúela, handtóku Maduro og fluttu hann til New York, var Rodríguez herská og sakaði Bandaríkjamenn um hreina og beina innrás í landið. Í yfirlýsingu í gærkvöldi ítrekaði hún að Venesúela væri sjálfráða land sem vildi vera án utanaðkomandi ógnar en sagði jafnframt að þarlend stjórnvöld væru reiðubúin til að vinna með Bandaríkjunum að sameiginlegri framþróun. Það þyrfti þó að gerast innan ramma alþjóðalaga. „Ekki spyrja mig hver stjórnar vegna þess að ég mun svara því og svarið verður umdeilt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali um borð í forsetaflugvélinni í gærkvöldi. Inntur eftir því hvað hann meinti með því sagði hann: „Það þýðir að við stjórnum.“ Þá sagði hann Bandaríkin þurfa fullan aðgang að landinu og olíuauðlindum þess svo hægt sé að byggja upp innviðina. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því fyrir helgi en talið er ólíklegt að aðgerðir Bandaríkjamanna muni hafa mikil áhrif á olíuframboð. Venesúela framleiðir aðeins um 1 prósent af allri olíu á heimsmarkaði, meðal annars vegna þess hve lítið hefur verið fjárfest í iðnaðinum á síðustu áratugum. Mótmælt var við fangelsið í Brooklyn í morgun, þar sem Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores er haldið föngnum. Bæði munu mæta fyrir dómara á hádegi að staðartíma, eða klukkan fimm síðdegis að íslenskum tíma, þar sem gert er ráð fyrir að Maduro verði ákærður fyrir fíkniefnahryðjuverk og fleiri brot. Samkvæmt fréttastofu Guardian heldur ákæruvaldið því fram að Maduro hafi persónulega séð yum kókaíninnflutning til Bandaríkjanna, sem var fjármagnaður af venesúelska ríkinu í samstarfi við mörg af þekktustu glæpagengjum heims. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Venesúela Bandaríkin Bensín og olía Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Rodríguez sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hún virðist rétt fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að Bandaríkjamenn réðust inn í Venesúela, handtóku Maduro og fluttu hann til New York, var Rodríguez herská og sakaði Bandaríkjamenn um hreina og beina innrás í landið. Í yfirlýsingu í gærkvöldi ítrekaði hún að Venesúela væri sjálfráða land sem vildi vera án utanaðkomandi ógnar en sagði jafnframt að þarlend stjórnvöld væru reiðubúin til að vinna með Bandaríkjunum að sameiginlegri framþróun. Það þyrfti þó að gerast innan ramma alþjóðalaga. „Ekki spyrja mig hver stjórnar vegna þess að ég mun svara því og svarið verður umdeilt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali um borð í forsetaflugvélinni í gærkvöldi. Inntur eftir því hvað hann meinti með því sagði hann: „Það þýðir að við stjórnum.“ Þá sagði hann Bandaríkin þurfa fullan aðgang að landinu og olíuauðlindum þess svo hægt sé að byggja upp innviðina. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því fyrir helgi en talið er ólíklegt að aðgerðir Bandaríkjamanna muni hafa mikil áhrif á olíuframboð. Venesúela framleiðir aðeins um 1 prósent af allri olíu á heimsmarkaði, meðal annars vegna þess hve lítið hefur verið fjárfest í iðnaðinum á síðustu áratugum. Mótmælt var við fangelsið í Brooklyn í morgun, þar sem Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores er haldið föngnum. Bæði munu mæta fyrir dómara á hádegi að staðartíma, eða klukkan fimm síðdegis að íslenskum tíma, þar sem gert er ráð fyrir að Maduro verði ákærður fyrir fíkniefnahryðjuverk og fleiri brot. Samkvæmt fréttastofu Guardian heldur ákæruvaldið því fram að Maduro hafi persónulega séð yum kókaíninnflutning til Bandaríkjanna, sem var fjármagnaður af venesúelska ríkinu í samstarfi við mörg af þekktustu glæpagengjum heims. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Venesúela Bandaríkin Bensín og olía Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09
Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17
Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34