Fótbolti

Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
El Bilal Toure fagnar gríðarlega eftir að hafa skorað úr síðustu vítaspyrnunni og tryggt Malí sæti í átta liða úrslitum.
El Bilal Toure fagnar gríðarlega eftir að hafa skorað úr síðustu vítaspyrnunni og tryggt Malí sæti í átta liða úrslitum. EPA/JALAL MORCHIDI

Tíu leikmenn Malí létu liðsmuninn ekki á sig fá og komust áfram í átta liða úrslit Afríkukeppninnar í kvöld með 3-2 sigri á Túnis í vítaspyrnukeppni.

Malí lék manni færri frá 26. mínútu eftir að Woyo Coulibaly fór með takkana hátt í Hannibal Mejbri og fékk beint rautt spjald.

Liðsmunurinn gaf Túnis fulla stjórn á boltanum en þeir sköpuðu sér sáralítið fyrir framan markið. Löng bið eftir marki bar loks árangur.

Mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma kom Firas Chaouat Túnis yfir með skalla eftir fyrirgjöf Elias Saad.

Malí hafði aðeins nokkrar mínútur til að svara en fékk tækifærið sem þeir þurftu þegar vítaspyrna var dæmd á síðustu sekúndunum fyrir hendi Yassine Meriah. Lassine Sinayoko steig fram og skoraði fram hjá Aymen Dahmen til að tryggja framlengingu. Þar var ekki skorað mark.

Í fyrsta sinn á þessari Afríkukeppni var gripið til vítaspyrnukeppni og liðin skiptust á að skora og klúðra í fyrstu fjórum spyrnunum. Þá varði Djigui Diarra stórkostlega, í annað sinn í keppninni, frá Mohamed Ali Ben Romdhane áður en El Bilal Touré skoraði úr fimmtu spyrnu Malí og tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum gegn Senegal.

Túnis er úr leik í þessari Afrikukeppni en mun taka þátt í heimsmeistaramótinu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×