Fótbolti

Þórir og fé­lagar tóku stig af Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason í leik með Lecce en hann kom inn á sem varamaður í kvöld.
Þórir Jóhann Helgason í leik með Lecce en hann kom inn á sem varamaður í kvöld. Getty/ Maurizio Lagana

Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce tóku stig af stórliði Juventus á útivelli í ítalska fótboltanum í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli eftir að Lecce komst yfir í lok fyrri hálfleiks.

Þórir byrjaði á bekknum en spilaði síðustu níu mínúturnar.

Lameck Banda kom Lecce í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Weston McKennie jafnaði metin eftir aðeins fimm mínútna leik í þeim síðari.

Jonathan David fékk frábært tækifæri til að koma Juventus yfir á 66. mínútu en klúðraði þá vítaspyrnu. Wladimiro Falcone varði frá honum vítið.

Juventus er í fimmta sæti deildarinnar en hefði komist upp í þriðja sætið með sigri.

Leccer er í sextánda sæti með 17 stig eða sextán stigum minna en Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×