„Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 15:40 Ano Turtiainen, fyrrverandi þingmaður Sannra Finna, tekur við stöðu flóttamanns í Rússlandi. Skjáskot af Youtube-síður Ano Turtiainen Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. Ano Turtiainen er fyrrverandi kraftlyftingarmaður og þingmaður Sannra Finna. Hann tilkynnti í að hann hefði fengið stöðu pólitísks flóttamanns í Rússlandi í myndbandi sem hann birti á Youtube í gær. Rússneska innanríkisráðuneytið staðfesti það og birti myndband af Turtiainen og eiginkonu hans að skrifa undir skjöl þess efnis í Moskvu, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Turtiainen greindi frá því að hann hefði flutt til Rússlands í síðasta mánuði. Þar sakaði hann finnsk stjórnvöld um að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi til þess að koma í veg fyrir að Finnar „flyktust til Rússlands í leit að velmegun“. Sagðist fyrrverandi þingmaðurinn jafnvel tilbúinn að berjast gegn Finnland í stríði fyrir rússneska herinn. „Ef ég væri yngri berðist ég jafnvel. Og jafnvel þótt ég þyrfti að fara á vígvöllinn gegn Finnum færi ég, svo mikið er víst, gegn nasistunum, ég fer,“ sagði hann í myndbandi fyrir jól. Í færslu sem virðist vera frá rússneska ríkismiðlinum RT á samfélagsmiðlinum X segir að Turtiainen hafi staðið frammi fyrir saksókn í heimalandinu fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda og Atlantshafsbandalagið. Hann hefði flutt til Rússlands vegna ótta um öryggi hans. Former Finnish MP Ano Turtiainen granted asylum and Russian citizenshipFacing prosecution in Finland for criticizing its current policies and NATO, he relocated to Russia citing fears for his personal safety, the politician told RTWelcome to Russia! pic.twitter.com/v7SlUZPx8W— RT (@RT_com) December 29, 2025 Sparkað úr tveimur flokkum á jafnmörgum árum Sannir Finnar úthýstu Turtiainen eftir að hann lét rasísk ummæli falla um George Floyd, blökkumann sem bandarískir lögreglumenn drápu, árið 2020, aðeins ári eftir að hann náði kjöri til finnska þingsins. Þá stofnaði Turtiainen flokkinn Valdið tilheyrir fólkinu (VKK) en sá félagsskapur gerði hann brottrækan vegna stuðnings hans við innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Turtiainen komst í hann krappann þegar finnska þingið reyndi að endurheimta styrki sem hann fékk sem þingmaður þar sem hann gaf ekki upp í hvað hann notaði féð. Hann segir sjálfur að rússneskir vinir hans hafi hvatt hann til að flýja Finnlands vegna aðgerða stjórnvalda gegn honum. Hæli virtist standa Íslendingum til boða Finnska fréttaveitan STT segir að það sé afar fátítt að rússnesk stjórnvöld veiti fólk pólitískt hæli og að það krefjist forsetatilskipunar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út tilskipun í fyrra um að veita vesturlandabúum sem höfnuðu „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stönguðust á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Ísland er á lista sem rússnesk stjórnvöld tóku saman í kjölfarið um ríki sem hefðu slík andstæð gildi. Rússneska sendiráðið svaraði aldrei fyrirspurn Vísis um hvort einhverjir íslenskir ríkisborgarar hefðu falast eftir því að þekkjast boð Pútíns um hæli. Rússar veittu Edward Snowden, fyrrverandi verktaka hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), hæli árið 2013 eftir að hann lak miklu magni upplýsinga sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir stofnunarinnar um bandaríska og erlenda borgara. Finnland Rússland Flóttamenn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ano Turtiainen er fyrrverandi kraftlyftingarmaður og þingmaður Sannra Finna. Hann tilkynnti í að hann hefði fengið stöðu pólitísks flóttamanns í Rússlandi í myndbandi sem hann birti á Youtube í gær. Rússneska innanríkisráðuneytið staðfesti það og birti myndband af Turtiainen og eiginkonu hans að skrifa undir skjöl þess efnis í Moskvu, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Turtiainen greindi frá því að hann hefði flutt til Rússlands í síðasta mánuði. Þar sakaði hann finnsk stjórnvöld um að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi til þess að koma í veg fyrir að Finnar „flyktust til Rússlands í leit að velmegun“. Sagðist fyrrverandi þingmaðurinn jafnvel tilbúinn að berjast gegn Finnland í stríði fyrir rússneska herinn. „Ef ég væri yngri berðist ég jafnvel. Og jafnvel þótt ég þyrfti að fara á vígvöllinn gegn Finnum færi ég, svo mikið er víst, gegn nasistunum, ég fer,“ sagði hann í myndbandi fyrir jól. Í færslu sem virðist vera frá rússneska ríkismiðlinum RT á samfélagsmiðlinum X segir að Turtiainen hafi staðið frammi fyrir saksókn í heimalandinu fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda og Atlantshafsbandalagið. Hann hefði flutt til Rússlands vegna ótta um öryggi hans. Former Finnish MP Ano Turtiainen granted asylum and Russian citizenshipFacing prosecution in Finland for criticizing its current policies and NATO, he relocated to Russia citing fears for his personal safety, the politician told RTWelcome to Russia! pic.twitter.com/v7SlUZPx8W— RT (@RT_com) December 29, 2025 Sparkað úr tveimur flokkum á jafnmörgum árum Sannir Finnar úthýstu Turtiainen eftir að hann lét rasísk ummæli falla um George Floyd, blökkumann sem bandarískir lögreglumenn drápu, árið 2020, aðeins ári eftir að hann náði kjöri til finnska þingsins. Þá stofnaði Turtiainen flokkinn Valdið tilheyrir fólkinu (VKK) en sá félagsskapur gerði hann brottrækan vegna stuðnings hans við innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Turtiainen komst í hann krappann þegar finnska þingið reyndi að endurheimta styrki sem hann fékk sem þingmaður þar sem hann gaf ekki upp í hvað hann notaði féð. Hann segir sjálfur að rússneskir vinir hans hafi hvatt hann til að flýja Finnlands vegna aðgerða stjórnvalda gegn honum. Hæli virtist standa Íslendingum til boða Finnska fréttaveitan STT segir að það sé afar fátítt að rússnesk stjórnvöld veiti fólk pólitískt hæli og að það krefjist forsetatilskipunar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út tilskipun í fyrra um að veita vesturlandabúum sem höfnuðu „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stönguðust á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Ísland er á lista sem rússnesk stjórnvöld tóku saman í kjölfarið um ríki sem hefðu slík andstæð gildi. Rússneska sendiráðið svaraði aldrei fyrirspurn Vísis um hvort einhverjir íslenskir ríkisborgarar hefðu falast eftir því að þekkjast boð Pútíns um hæli. Rússar veittu Edward Snowden, fyrrverandi verktaka hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), hæli árið 2013 eftir að hann lak miklu magni upplýsinga sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir stofnunarinnar um bandaríska og erlenda borgara.
Finnland Rússland Flóttamenn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira