Fótbolti

Jack­son hóf Af­ríkumótið með látum

Sindri Sverrisson skrifar
Nicolas Jackson byrjar Afríkumótið af krafti.
Nicolas Jackson byrjar Afríkumótið af krafti. Getty/Ryan Pierse

Nicolas Jackson, framherji Bayern München, átti ríkan þátt í því að Senegal hóf Afríkumótið í fótbolta af krafti í dag með 3-0 sigri gegn Botsvana.

Jackson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Það fyrra kom á 40. mínútu og hið seinna á 58. mínútu, og var Jackson nálægt því að fullkomna þrennuna áður en honum var svo skipt af velli korteri fyrir leikslok.

Sadio Mané var einnig aðgangsharður fyrir Senegal en fann ekki leiðina framhjá Goitseone Phoko, markverði Botsvana.

Cherif Ndiaye skoraði þriðja mark Senegal á 90. mínútu.

Í hinum leiknum í D-riðli vann Kongó 1-0 sigur gegn Benín, þar sem Théo Bongonda skoraði eina markið á 16. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×