Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. desember 2025 13:33 Meðallaun æðstu stjórnenda í stjórnarráðinu hafa hækkað frá 20-33 prósent síðan 2021. Hlutfallslega mest hjá upplýsingafulltrúum. Vísir/Vilhelm Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. Almennt hefur verið rætt um að launaskrið hafi einkennt vinnumarkaðinn síðustu misseri. Í Stjórnarráðinu hafa laun hækkað talsvert síðustu fimm ár. Þannig hafa meðallaun upplýsingafulltrúa í stjórnarráðinu hækkað hlutfallslega mest þar frá árinu 2021 eða um þriðjung sem samsvarar um þrjú hundruð þúsund króna hækkun á mánaðalaunum á tímabilinu og nema þau nú um einni komma tveimur milljónum króna á mánuði. Til samanburðar er hægt að nefna að meðallaun blaðamanna með 11-15 ára starfsreynslu voru um 735 þúsund á mánuði þegar það var tekið saman árið 2022 hjá Blaðamannafélaginu. Meðallaun í Stjórnarráðinu síðustu fimm ár. Hlutfallslega hafa laun upplýsingafulltrúa hækkað mest á tímabilinu en ráðuneytisstjórar hafa fengið mestu launahækkunina í krónum eða um 470 þúsund krónur. (Fjármálaráðuneytið).Vísir Aðstoðarmenn og skrifstofustjórar með sambærileg laun Meðallaun annarra stjórnenda í Stjórnarráðinu hækka nokkuð minna en næst á eftir upplýsingafultrúum hækka meðallaun sérfræðinga næstmest eða um 25 prósent á tímabilinu og nema nú um ríflega ellefu hundruð þúsund krónum á mánuði. Þar á eftir koma ráðuneytisstjórar en meðallaun þeirra hafa hækkað um 470 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu sem jafngildir ríflega tuttugu og þriggja prósenta hækkun frá árinu 2021. Meðallaun þeirra eru nú tæplega tvær komma fimm milljónir á mánuði. Aðstoðarmenn ráðherra og skrifstofustjórar stjórnarráðsins eru með næstum jafnhá laun eða um 1,8 króna á mánuði og hækka um fimmtung á tímabilinu. Tekjuhæsti forstöðumaðurinn með 3,4 milljónir Heildarlaun forstöðumanna hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um 26 prósent frá árinu 2021. Alls starfa um 120 hundrað forstöðumenn hjá ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum. Meðal þeirra eru rektorar og skólastjórar, Seðlabankastjóri, forstjóri Landspítalans og heilbrigðisstofnana og safnstjórar ríkissafna. Algengast er að heildarlaun forstöðumanna séu frá tæplega 1,7 milljónum króna upp í ríflega 2,2 milljónir króna. Hægt er að sjá skiptingu á launaflokka á vef stjórnarráðsins. Stjórnarráðið Tæplega þriðjungur forstöðumanna hjá ríkinu er í launaflokki 060 sem samsvarar ríflega 1,6 milljón króna í heildarlaun á mánuði. Fimmtán prósent þeirra eru í launaflokk 070, sjá töflu. Þá er fjórðungur forstöðumanna með frá tæplega tveimur upp í 2,2 milljónir. Einn forstöðumaður er með 3,4 milljónir króna á mánuði. Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Almennt hefur verið rætt um að launaskrið hafi einkennt vinnumarkaðinn síðustu misseri. Í Stjórnarráðinu hafa laun hækkað talsvert síðustu fimm ár. Þannig hafa meðallaun upplýsingafulltrúa í stjórnarráðinu hækkað hlutfallslega mest þar frá árinu 2021 eða um þriðjung sem samsvarar um þrjú hundruð þúsund króna hækkun á mánaðalaunum á tímabilinu og nema þau nú um einni komma tveimur milljónum króna á mánuði. Til samanburðar er hægt að nefna að meðallaun blaðamanna með 11-15 ára starfsreynslu voru um 735 þúsund á mánuði þegar það var tekið saman árið 2022 hjá Blaðamannafélaginu. Meðallaun í Stjórnarráðinu síðustu fimm ár. Hlutfallslega hafa laun upplýsingafulltrúa hækkað mest á tímabilinu en ráðuneytisstjórar hafa fengið mestu launahækkunina í krónum eða um 470 þúsund krónur. (Fjármálaráðuneytið).Vísir Aðstoðarmenn og skrifstofustjórar með sambærileg laun Meðallaun annarra stjórnenda í Stjórnarráðinu hækka nokkuð minna en næst á eftir upplýsingafultrúum hækka meðallaun sérfræðinga næstmest eða um 25 prósent á tímabilinu og nema nú um ríflega ellefu hundruð þúsund krónum á mánuði. Þar á eftir koma ráðuneytisstjórar en meðallaun þeirra hafa hækkað um 470 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu sem jafngildir ríflega tuttugu og þriggja prósenta hækkun frá árinu 2021. Meðallaun þeirra eru nú tæplega tvær komma fimm milljónir á mánuði. Aðstoðarmenn ráðherra og skrifstofustjórar stjórnarráðsins eru með næstum jafnhá laun eða um 1,8 króna á mánuði og hækka um fimmtung á tímabilinu. Tekjuhæsti forstöðumaðurinn með 3,4 milljónir Heildarlaun forstöðumanna hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um 26 prósent frá árinu 2021. Alls starfa um 120 hundrað forstöðumenn hjá ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum. Meðal þeirra eru rektorar og skólastjórar, Seðlabankastjóri, forstjóri Landspítalans og heilbrigðisstofnana og safnstjórar ríkissafna. Algengast er að heildarlaun forstöðumanna séu frá tæplega 1,7 milljónum króna upp í ríflega 2,2 milljónir króna. Hægt er að sjá skiptingu á launaflokka á vef stjórnarráðsins. Stjórnarráðið Tæplega þriðjungur forstöðumanna hjá ríkinu er í launaflokki 060 sem samsvarar ríflega 1,6 milljón króna í heildarlaun á mánuði. Fimmtán prósent þeirra eru í launaflokk 070, sjá töflu. Þá er fjórðungur forstöðumanna með frá tæplega tveimur upp í 2,2 milljónir. Einn forstöðumaður er með 3,4 milljónir króna á mánuði.
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira